- Auglýsing -
- Allur íslenski hópurinn, leikmenn og starfsfólk, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, 18 ára og yngri í Skopje í Norður Makedóníu, fór í covidpróf í gær. Hver einn og einasti reyndist neikvæður og getur hópurinn þar með haldið áfram þátttöku á mótinu eins og ekkert hafi ískorist. Allir þátttakendur á HM verða að gangast undir covidpróf með reglubundnum hætti meðan mótið stendur yfir.
- Brynjar Óli Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni. Hann hefur á síðustu árum verið einn mikilvægasti hlekkur karlaliðs félagsins og leikið yfir 100 meistaraflokksleiki.
- Ungverski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Mate Lekai, var ekki lengi án atvinnu eftir að hafa verið óvænt leystur undan samningi hjá Veszprém um helgina. Lekai samdi í gær við Ferencvaros í Búdaprest, eða FTC, eins og félagið kallast um þessar mundir.
- Uladzislau Kulesh hefur samið við þýska 1. deildarliðið Hannover-Burgdorf. Hvít-Rússinn var leystur undan samning við Kielce í Póllandi um síðustu helgi. Kulesh á vafalaust eftir að styrkja Hannover-Burgdorf liðið verulega. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Burgdorf.
- Þýska félagið Füchse Berlin greindi frá því í gær að það hafi framlengt samning sinn við Jaron Siewert þjálfara liðsins til næstu tveggja ára. Berlínarliðið hafnaði í þriðja sæti í 1. deild karla á síðasta keppnistímabili.
- Auglýsing -