- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Andlát, Madsen, Gísli Þorgeir, Ómar Ingi, Gomez

Dreginn var dúkur yfir vettvang í keppnishöllinni í Köln í gær meðan pólskum blaðamanni sem veiktist var veitt fyrsta aðstoð. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Pólskur blaðamaður veiktist og lést þar sem hann fylgdist með úrslitaleik þýska liðsins SC Magdeburg og Barlinek Industria Kielce í Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í gær. Blaðamaðurinn var frá Kielce og hafði fylgt liðinu eftir árum saman og unnið við blaðamennsku í 30 ár. Hann hét Pawel Kotwica.
  • Blaðamaðurinn, sem var 51 árs, veiktist rétt fyrir miðjan síðari hálfleik þar sem hann sat í blaðamannastúku keppnishallarinnar. Gert var um stundarfjórðungs hlé á leiknum meðan manninum var veitt fyrsta hjálp, m.a. af þjálfurum beggja liða. Hann var fluttur á sjúkrahús og var þar úrskurðaður látinn.
  • Handknattleikssamband Evrópu greindi frá andlátinu í gærkvöld og sendi aðstandendum innilegar samúðar. Mörg handknattleikslið og einstaklingar hafa vottað fjölskyldu hins látna samúð, þar á meðal handknattleikslið Kielce, þjálfari og leikmenn.
  • Daninn Emil Madsen varð markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni sem lauk í gær. Madsen skoraði 107 mörk fyrir GOG, fjórum mörkum fleiri en Kamil Syprzak hjá PSG. Þriðji markahæstur varð Arkadiusz Moryto leikmaður Kiel með 100 mörk.
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Evrópumeistari með SC Magdeburg, hafnaði í sjöunda sæti á lista markahæstu leikmanna með 87 mörk í 17 leikjum. Einnig er Gísli Þorgeir skráður fyrir 47 stoðsendingum í keppninni.
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði 61 mark í átta leikjum með SC Magdeburg. Hann tók ekkert þátt í Meistaradeildinni eftir áramótin vegna meiðsla.
  • Aleix Gomez hægri hornamaður Barcelona náði þeim áfanga í gær að verða markahæsti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar frá upphafi. Hann hefur nú skorað 70 mörk og skaust tveimur mörkum upp fyrir Mikkel Hansen og Kiril Lazarov.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -