- Auglýsing -

Molakaffi: Andrea, Elín, Díana, Mørk, Steinhauser, Milosavljev, Kretzschmar

- Auglýsing -
  • Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hvor þegar lið þeirra Blomberg-Lippe tapaði með níu marka mun fyrir danska liðinu Esbjerg, 33:24, í æfingaleik í Esbjerg í gær. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði ekki fyrir Blomberg-Lippe. 
  • Þetta var síðari leikur Blomberg-Lippe í Danmerkurferðinni. Í fyrradag gerði liðið jafntefli við SønderjyskE, 32:32, en sagt var fá þeim leik hér.
  • Norska handknattleiksstjarnan Nora Mørk lék með Esbjerg í viðureigninni við Blomberg-Lippe í gær. Þetta var fyrsti leikur Mørk frá því að hún varð Ólympíumeistari með norska landsliðinu fyrir rúmu ári. Eftir leikana fór Mørk í fæðingarorlof. 
  • Marius Steinhauser er ætlað að fylla skarð hornamannsins  Patrick Groetzki þegar hinn síðarnefndi leggur keppnisskóna á hilluna næsta sumar. Rhein-Neckar Löwen sagði frá því að samið hafi verið við Steinhauser sem rennur út af samningi hjá Hannover-Burgdorf að ári liðnu. 
  • Steinhauser var markahæsti hægri hornamaður þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 196 mörk. Hann lék með Rhein-Neckar Löwen frá 2012 til 2017.
  • Stefan Kretzschmar íþróttastjóri Füchse Berlin segist ekkert hæft í fregnum þess efnis að serbneski landsliðsmarkvörðurinn, Dejan Milosavljev, og leikmaður þýsku meistaranna ætli að flytja til Póllands næsta sumar og ganga til liðs við Industria Kielce. Milosavljev hafi ákvæði í samningi sínum við Berlínarliðið um að mögulegt sé að framlengja samninginn til ársins 2027. Þar að auki hafi Milosavljev ekkert nefnt að hann hafi í hyggju að róa á önnur mið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -