- Auglýsing -
- Annika Fríðheim Petersen, markvörður Hauka, hefur verið valin í færeyska landsliðið sem tekur þátt í forkeppni að riðlakeppni Evrópumótsins í byrjun júní. Færeyska landsliðið verður í riðli með landsliðum Finnlands og Ísrael. Sigurlið riðilsins fær sæti í undankeppninni sem hefst í byrjun október en dregið var í riðla í lok mars. Forkeppnin fer fram í þremur riðlum. Færeyska landsliðið á góða möguleika á að komast áfram úr sínum riðli forkeppninnar.
- Ljubomir Vranjes, landsliðsþjálfari Slóvena í handknattleik karla, er orðaður við þjálfarastólinn hjá franska liðinu Limoges. Vranjes hefur ekki þjálfað félagslið frá því að honum var sagt upp hjá IFK Kristianstad í Svíþjóð undir lok síðasta árs.
- Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic er byrjaður að æfa af krafti eftir að hafa slitið krossband í október. Hann mun stefna á að taka þátt í Ólympíuleikunum í lok júlí með franska landsliðinu.
- Lasse Svan lék í gær sinn 600. leik fyrir Flensburg í Þýskalandi. Aðeins landi hans og fyrrverandi samherji, Lars Christiansen, hefur leikið oftar fyrir félagið.
- Auglýsing -