- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Dagur, Harpa, Sigvaldi, Bjarki

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður fór á kostum gegn Víkingi í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
  • Arnór Viðarsson og Dagur Arnarsson léku ekki með ÍBV gegn Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik í gær. Arnór er tognaður á nára og Dagur meiddur á ökkla. Því miður hefur handbolti.is ekki upplýsingar um hversu lengi þeir félagar verða frá keppni.
  • Harpa Rut Jónsdóttir skoraði sex mörk fyrir GC Amicitia Zürich þegar liðið vann STV Willisau, 34:12, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í Sviss. Leikurinn fór fram í Willisau síðdegis í gær.
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 11 mörk þegar lið hans, norska meistaraliðið Kolstad, steinlá í heimsókn til HC Zagreb í þriðju umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær, 31:20. Stórt tap Kolstad er afar athyglisvert í ljósi þess að HC Zagreb hefur ekki oft unnið leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu árum, hvað þá með jafnmiklum mun og raun ber vitni um.
  • Yoel Cuni Morales skoraði átta mörk fyrir HC Zagreb og Rússinn Timur Dibirov var næstur með sex mörk. Mateij Mandic markvörður varði 16 skot, 47%, á sama tíma og Torbjørn Bergerud markvörður Kolstad náði sér ekki á strik.
  • Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi Telekom Veszprém í sex marka tapi liðsins fyrir Danmerkurmeisturum GOG, 36:30, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Jyske Bank Arena í Óðinsvéum. Aron Mensing skoraði 11 mörk fyrir GOG. Nedim Remili var markahæstur hjá Veszprém með 8 mörk.
  • Barcelona vann Porto í Portúgal í uppjöri meistaranna landanna á Írebíuskaganum, 38:30, í B-riðli Meistaradeildarinnar. Í sama riðli vann Montpellier liðsmenn Wisla Plock, 30:28, í Frakklandi.
Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -