- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnór, Halldór, dómarar, hlaupa ekki í skarðið, keppa í Póllandi

Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -
  • Fyrsti opinberi kappleikur danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro undir stjórn nýs þjálfara, Arnórs Atlasonar, verður á heimavelli 27. ágúst þegar Aalborg Håndbold kemur í heimsókn Gråkjær Arena. Leikur liðanna verður liður í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Arnór hætti störfum hjá Aalborg Håndbold eftir keppnistímabilið eftir sjö ár, fyrst sem leikmaður og síðar sem aðstoðarþjálfari undanfarin fimm ár.
  • Halldór Jóhann Sigfússon, sem hefur tekið við þjálfun Nordsjælland, stýrir liðinu í fyrsta sinn á heimavelli í bikarleik við KIF Kolding, einnig í 16-liða úrslitum. Í Danmörku hefst bikarkeppnin að vori og nær yfir á næsta tímabil með úrslitaleik í febrúar á næsta ári.
  • Dómarar geta loks stuðst við myndbandsupptökur í öllum leikjum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla frá og með næstu leiktíð. Ekki fylgir sögunni hvort kerfið verði einnig tekið upp í 1. deild kvenna.
  • Norska handknattleikssambandið sá ástæðu til þess að tilkynna um helgina að sambandið ætli ekki að sækja eftir að vera gestgjafi Evrópumóts kvenna í handknattleik árið 2026. Handknattleikssamaband Evrópu leitar gestgjafa fyrir mótið eftir að hætt var við að halda mótið í Rússlandi. Framkvæmdastjóri norska handknattleikssambandsins sagði að þegar hafi sambandið tekið að sér fjögur stórmót á næstu fimm árum í samvinnu við aðra. Ekki væri gerlegt að taka að sér fleiri mót eins og sakir standa.
  • HK Halytschanka Lviv besta kvennalið Úkraínu um árabil leikur annað árið í röð í efstu deild pólska handknattleiksins á næstu leiktíð. HK Halytschanka Lviv, sem orðið hefur úkraínskur meistari í kvennaflokki á hverju ári frá 2015, verður gestalið og það tíunda sem á sæti í úrvalsdeildinni í Póllandi. Liðið hafnaði í sjötta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 30 stig í 28 leikjum. Borgin Lviv er ekki langt frá landamærum Póllands.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -