- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron, Elliði, Sveinn, Lauge, Afríkukeppnin, Lille, Paris, Steins, Tot

Aron Pálmarsson flytur heim til Íslands í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson var í liði lokaumferðar dönsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á laugardaginn. Valið á liðinu var tilkynnt í gær. Skal engan undra þótt Aron hafi verið einn þeirra sem er í liðinu. Hann skorað 11 mörk í 12 skotum og átti fjórar stoðsendingar þegar Aalborg vann Skjern, 38:36.
  • Eyjamaðurinn og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson var jafnframt valinn í lið umferðarinnar eftir leiki helgarinnar í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Elliði Snær og félagar í Gummersbach unnu Hamm-Westafalen, 37:29.
  • Örvhenti hornamaðurinn Sveinn Brynjar Agnarsson sem lék sem lánsmaður með Gróttu í Olísdeildinni í vetur gengur á ný til liðs við ÍR í sumar. Hann var lánaður á milli félaganna á síðasta hausti. 
  • Staðfest var í gær að danski landsliðsmaðurinn Rasmus Lauge gengur til liðs við Bjerringbro-Silkeborg í heimalandi sínum sumarið 2023. Lauge er með samning við Veszprém til ársins 2024 en mun nýta útgönguleið úr samningnum í lok keppnistímabilsins eftir ár.
  • Afríkukeppnin í handknattleik karla sem verður vonandi hægt að halda í júlí í sumar  fer fram í Egyptalandi. Mikið hefur gengið á við undirbúning mótsins sem upphaflega átti að fara fram í janúar. Afríkumótið er undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar. Fimm þjóðir Afríku vinna sér inn keppnisrétt á HM í gegnum Afríkukeppnina sem átti að fara fram í Marokkó en ekkert varð úr m.a. af pólitískum ástæðum eins og handbolti.is sagði frá á dögunum. 
  • Ekkert verður úr því að handknattleikskeppni Ólympíuleikanna 2024 fari fram í Lille eins og til stóð. Le Parisien segir frá því að ákveðið hafi verið að handknattleikskeppnin fari fram í París þar sem leikarnir fara fram að mest öllu leyti. Hinsvegar hafi verið ákveðið að körfuknattleikskeppni leikanna fari fram í Lille, annað hvort að öllu leyti eða að stærstum hluta. 
  • Handball-Planet segist hafa heimildir fyrir því að hollenski leikstjórnandinn Luc Steins gangi til liðs við Lomza Vive Kielce í sumar frá frönsku meisturunum PSG.
  • Króatískur handknattleiksmaður,  Denis Tot, var barinn til ólífis af þremur mönnum fyrir utan næturklúbb í Skopje, höfuðborg Norður Makedóníu aðaranótt síðasta fimmtudags. Þrír menn eru í varðhaldi grunaðir um að hafa gengið í skrokk á Tot sem lést á sjúkrahúsi í Skopje skömmu eftir að hafa verið fluttur þangað. Lögreglan í Skopje sagði frá því í gær að málið væri rannsakað sem morð. Tot var 28 ára gamall og hafði leikið með RK Butel Skopje um skeið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -