- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron Rafn og Hildigunnur, sögulega staðreyndir HM, „kjallarakeppnin“

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Bietigheim t.v. Mynd/Bietigheim
- Auglýsing -
  • Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot og var með 27% hlutfallsmarkvörslu þegar lið hans Bietigheim vann Fürstefeldbruck, 33:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Um var að ræða leik sem varð að fresta fyrr í vetur vegna kórónuveirunnar. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Bietigheim. Bietigheim er komið upp í níunda sæti með 12 stig að loknum 12 leikjum. 
  • Hildigunnur Einarsdóttir var í leikmannahópi Leverkusen í gær en lék ekkert með þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Dortmund í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 27:21. Fleiri leikmenn Leverkusen-liðsins komu lítið við sögu í leiknum þar sem þjálfarinn var að spara marga þeirra fyrir viðureign Leverkusen og Rosengarten í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn. Mikil áhersla er lögð á það innan Leverkusen að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. 
  • Danir og Spánverjar mætast í undanúrslitum HM í handknattleik karla á morgun. Hinn 29. janúar fyrir 10 árum mættust landslið sömu þjóða í undanúrslitum HM 2011. Danir unnu leikinn, 28:24, og léku til úrslita á mótinu við Frakka en töpuðu. Mikkel Hansen skoraði átta mörk fyrir Dani í undanúrslitaleiknum fyrir áratug og var markahæstur. Joan Canellas var markahæstur hjá spænska liðinu með sex mörk. Báðir eru þeir enn að og verða með landsliðum sínum í undanúrslitaleiknum á morgun, 3.652 dögum eftir undanúrslitaleikinn 2011.
  • Öll liðin fjögur sem komin eru í undanúrslit á HM eru taplaus í keppninni. Aldrei áður hefur það gerst að liðin fjögur í undanúrslitum á HM karla hafa mætt taplaus í undanúrslit en HM er nú haldið í 27. skipti. Um leið er þetta fyrsta heimsmeistaramótið síðan 2003 þar sem gestgjafinn kemst ekki a.m.k. í undanúrslit.
     
  • Landslið Túnis vann í gær hinn eftirsótta Forsetabikar á heimsmeistaramótinu í handknattleik en bikarinn er veittur sigurliði í „kjallarakeppni“ mótsins, sem að þessu sinni var skipuð þeim átta liðum sem náðu lökustum árangri í riðlakeppni mótsins. Túnis vann Austurríki í úrslitaleik Forsetabikarsins, 37:33, og hafnaði í 25. sæti HM. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -