- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Axel, Bitter, fjögurra ára bann, Kúba vann gullverðlaun

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Storhamar, sem Axel Stefánsson þjálfar, tapaði fyrir Sola, 29:27, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Storhamar. Framlengja varð leikinn vegna þess að jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 24:24. 
  • Hinn þrautreyndi þýski markvörður Johannes Bitter leikur ekki meira með HSV Hamburg vegna hnémeiðsla. Hann er að fara í aðgerð. Reiknað er með að hinn fertugi markvörður verði klár í slaginn aftur í haust. 
  • Norður Makedóníumaðurinn Borko Ristovski hefur verið settur í fjögurra ára bann frá öllum afskiptum af ólympískum íþróttagreinum í heimalandi sínu fyrir að bera út lygar og slúður um forseta Ólympíunefndar Norður Makedóníu, Daniel Dimevski. Ristovski er þekktasti handknattleiksmarkvörður Norður Makedóníu og lék á sínum tíma með mörgum fremstu félagsliðum Evrópu, þar á meðal Barcelona. Hann hefur lengi verið gagnrýninn á hitt og þetta í heimalandinu, þar á meðal það sem gerist innan íþróttahreyfingar landsins. Hann þótti fara langt út fyrir öll mörk í gagnrýni sinni í sjónvarpsþætti í heimalandinu í vetur með fyrrgreindum afleiðingum. Ristovski getur áfrýjað banninu.
  • Kúba vann gullverðlaun í þróunarkeppni Alþjóða handknattleikssambandsins í handknattleik karla sem lauk í Búlgaríu í um síðustu helgi. Kúbumenn lögðu Kýpurbúa í úrslitaleik, 28:18. Búlgaría lagði Indland í leiknum um þriðja sæti, 47:18.  Landslið 12 landa tóku þátt í mótinu sem fram fór í fjórða skipti. Aserbaídsjan rak lestina eftir tap fyrir Möltu, 31:20, í viðureign um 11. sætið.  Einnig tóku landslið Andorra, Ástralíu, Bretlands, Gvatemala, Moldóvu og Nígeríu þátt í mótinu. 


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -