- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bellahcene, Wolff, Viktor, Jørgensen, Cañellas

Samir Bellahcene markvörður freistar þess að verja frá Elliða Snæ Viðarssyni í viðureign Íslands og Frakklands á EM í Þýskalandi 20. janúar sl. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn Samir Bellahcene er m.a. orðaður við Nantes eftir að THW Kiel samdi við þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff í síðustu viku. Forráðamenn Nantes munu vera að leita markvarðar eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson gekk til liðs við Wisla Plock í síðasta mánuði. 
  • Auk Nantes er Bellahcene einnig orðaður við Porto og Indurstria Kielce. Fyrst þegar fréttir voru birtar um kaup á THW Kiel á Wolff var nefnt að Bellahcene færi til Kielce sem hluti af kaupverði Wolff sem var leystur undan fjögurra ára samningi hjá pólska liðinu. Eins og sakir standa virðist það ekki hafa orðið raunin og hvergi var minnst á Bellahcene þegar kaupin á Wolff voru kynnt í síðustu viku.
  • Ferill Samir Bellahcene síðustu mánuði hefur verið ævintýralegur. Hann var 28 ára gamall lítt þekktur markvörður hjá Dunkerque á síðasta haust þegar THW Kiel keypti hann til félagsins til að hlaupa í skarðið fyrir landa sinn Vincent Gérard. Skemmst er frá því að segja að frammistaða Bellahcene hjá Kiel vakti slíka athygli að kappinn var valinn í franska landsliðið í fyrsta sinn fyrir EM í janúar og var aðalmarkvörður Evrópumeistaranna. Bellahcene var óvænt ekki valinn í Ólympíuhóp Frakka sem tilkynntur var í morgun. Hann verður á meðal þriggja varamanna sem verða til taks ef meiðsli koma upp.
  • Klavs Bruun Jørgensen fyrrverandi landsliðsmaður Dana og þjálfari kvennalandsliðsins um nokkurra ára skeið hefur endurnýjað samning sinn um þjálfun Team Sydhavsøerne sem leikur í næst efstu deild danska karlahandknattleiksins. 
  • Gamla brýnið Joan Cañellas er á meðal þeirra sem eru í Ólympíuhópi spænska landsliðsins í handknattleik karla. Cañellas ætlar að hætta handknattleik eftir leikana eins og fleiri leikmenn sem keppa á leikunum, m.a. Nikola Karabartic, Mikkel Hansen og Stine Oftedal
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -