- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berta, Aron, Dagur, Erlingur, Afríkukeppnin

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Kristianstad HK. Mynd/Kristianstad HK
- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hennar, Kristianstad HK, vann Lugi með 11 marka mun, 35:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gær. Kristianstad HK er í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum fyrir ofan Skara HF sem tvær íslenskar handknattleikskonur leika með, Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir.
  • Leikið verður til undanúrslita á Asíumótinu í handknattleik karla í Barein í dag. Íslensku þjálfararnir Aron Kristjánsson með landslið Barein og Dagur Sigurðsson þjálfari japanska landsliðsins mætast í annarri viðureigninni. Katar og Kúveit eigast við í hinum leik undanúrslita. Landsliðin fjögur í undanúrslitum hafa tryggt sér sæti á HM á næsta ári eins og handbolti.is sagði frá í fyrradag.
  • Erlingur Richardsson verður einnig í eldlínunni með landslið Sádi Arabíu í dag þegar lið Sáda leikur við Kína í keppni um sæti níu til sextán á Asíumótinu.
  • Komið að átta liða úrslitum í Afríkukeppni karla í handknattleik sem margt handknattleiksáhugafólk hefur auga á þessa dagana vegna hugsanlegrar þátttöku íslenska landsliðsins í forkeppni Ólympíuleikanna sem ræðst m.a. af því hvort Egyptaland verður Afríkumeistari eða ekki. Verða Egyptar Afríkumeistarar losnar um eitt sæti í forkeppni ÓL sem þeir unnu í gegnum HM fyrir ári en þurfa ekki að nota vegna þess að Álfumeistarar eiga víst sæti í handknattleikskeppni ÓL.
  • Egyptar mæta Angólabúum í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag. Túnis leikur við Gíneu, Alsír og Kongó mætast og loka Grænhöfðaeyjar og Marokkó. Afríkukeppnin fer fram í Kaíró í Egyptalandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -