- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berta, Elías, Birta, Harpa, Argentína á ÓL, æfingamót í Noregi

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Kristianstad HK. Mynd/Kristianstad HK
- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar, Kristianstad HK, vann Kungälvs, 33:22, á heimavelli í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Kristianstad HK komst með sigrinum áfram í undanúrslit bikarkeppninnar eftir að hafa unnið leikina tvo samanlagt með tíu marka mun. Undanúrslitaleikir bikarkeppninnar verða snemma á nýju ári. 
  • Fredrikstad Bkl. tapaði í gær á heimavelli fyrir Evrópu- og Noregsmeisturum Vipers Kristiansand, 38:29, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Elías Már Halldórsson er sem fyrr þjálfari Fredrikstad Bkl. sem er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 10 leiki. Vipers er með fullt hús stiga en tapar liðið sjaldan leikjum í norsku úrvalsdeildinni. 
  • Birta Rún Grétarsdóttir var í leikmannahópi Fjellhammer þegar liðið vann Sarpsborg, 27:23, í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Birta Rún skoraði ekki mark í leiknum. Hún gekk til liðs við Fjellhammer í sumar eftir að hafa átt í erfiðum og þrálátum hnémeiðslum um langt skeið. Fjellhammer er í fjórða sæti næst efstu deildar með átta stig að loknum átta leikjum. Haslum og Volda eru í tveimur efstu sætunum með 12 stig hvort.
  • Harpa Rut Jónsdóttir komst ekki á blað yfir markaskorara þegar lið hennar  GC Amicitia Zürich tapaði fyrir  DHB Rotweiss Thun, 32:28, í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Thun Gotthelf. GC Amicitia Zürich situr í 5. sæti deildarinnar með sjö stig að loknum sjö leikjum. 
  • Argentínska karlalandsliðið í handknattleik tryggði sér í gærkvöld farseðilinn á Ólympíuleikana í handknattleik á næsta ári. Argentína vann Brasilíu, 32:25, í úrslitaleik forkeppni Ólympíuleikanna sem staðið hefur yfir í Viña del Mar í Chile síðustu daga. Karlalandsliðið hefndi þar með fyrir tap kvennalandsliðsins þjóðarinnar í úrslitaleik við brasilíska landsliðið í forkeppninni í kvennaflokki á dögunum. Fjögur landslið eru þar með örugg um sæti í handknattleikskeppni leikana í karlaflokki: Frakkland, Danmörk, Japan og Argentína
  • Kay Smits skoraði sjö mörk fyrir hollenska landsliðið þegar vann norska landsliðið, 37:33, í annarri umferð á fjögurra þjóða móti í Arendal í Noregi í gær. Alexander Blonz skoraði níu mörk fyrir norska landsliðið sem tapaði öðrum leik sínum á mótinu. Norðmenn lágu fyrir Dönum á fimmtudagskvöld eins og handbolti.is hefur áður sagt frá. 
  • Heimsmeistarar Dana unnu Spánverjar örugglega á æfingamótinu í Arendal í gær, 34:29. Lukas Jørgensen skoraði níu mörk fyrir Dani í leiknum og Hans Aaron Mensing var næstur með sjö mörk. Agustín Casado Marcelo skoraði sex mörk fyrir spænska landsliðið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -