- Auglýsing -
- Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar, Kristianstad HK, tapaði fyrir Önnereds, 33:30, í leiknum um bronsverðlaunin í sænsku bikarkeppninni í handknattlek í gær. Sävehof varð bikarmeistari, lagði H 65 Höör, 33:26, í úrslitaleik.
- Liðsmenn Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard unnu Handball Tirol, 30:26, í viðureign tveggja efstu liða austurrísku 1. deildarinnar í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Tíról-liðsins. Hard er þar með einu stigi á eftir Handball Tirol að loknum 16 umferðum.
- Áfram situr EHV Aue á botni 2. deildar þýska handknattleiksins. Í gær tapaði liðið með níu marka mun fyrir Bayer Dormagen, 33:24, á heimavelli. Sveinbjörn Pétursson var í marki Aue annan hálfleikinn og varði 5 skot. Ólafur Stefánsson tók við þjálfun Aue fyrir áramótin en liðið kom upp úr 3. deild síðasta vor eftir eins árs veru. EHV Aue hefur átta stig þegar 21 leik er lokið. GWD Minden er næst fyrir ofan með 11 stig en hefur leikið einum leik fleira.
- Michael Bruun markvarðaþjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg fær ekki endurnýjaðan samning hjá félaginu í sumar eftr þriggja ára starf. Bruun er einnig markvarðaþjálfari karla- og kvennalandsliða Danmerkur og verður áfram til ársins 2026.
- Auglýsing -