- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Dagur, Hafþór, Hannes, Berta, Karlskronaliðar, Tumi, Sveinbjörn, Harpa

Bjarki Már Elísson leikmaður ungverska stórliðsins Veszprém. Mynd/P. Roland - Facebooksíða Veszprém
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk úr sjö skotum þegar Telekom Veszprém vann stórsigur á Budakalász, 47:28, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már lék bara annan hálfleikinn. Telekom Veszprém er efst með 18 stig að loknum níu leikjum. Pick Szeged er næst á eftir með 16 stig eftir átta leiki. 
  • Dagur Gautason átti afar góðan leik með ØIF Arendal í gær þegar liðið lagði Nærbø, 37:35, á heimavelli í 9. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Dagur varð markahæstur í sínu liði. Hafþór Már Vignisson komst hins vegar ekki á blað yfir markaskorara ØIF Arendal að þessu sinni. Hann átti tvö skot á markið. Þriðji Íslendingurinn hjá ØIF Arendal, Árni Bergur Sigurbergsson, skoraði heldur ekki mark. ØIF Arendal er í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig eftir níu leiki en níundu umferð ekki að fullu lokið. 
  • Stöðuna í deildum víða í Evrópu er að finna hér.
  • Hannes Jón Jónsson stýrði sínum mönnum í Alpla Hard til sigurs á Krems, 37:29, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hard er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig. Krems, sem mætir ÍBV eftir um mánuð í 3. umferð Evópubikarkeppninnar, er í sjöunda sæti með átta stig eftir átta leiki og virðist ekki eins sterkt og stundum áður. 
  • Berta Rut Harðarsdóttir skoraði þrjú mörk og átti fimm stoðsendingar þegar Kristianstad HK komst inn á sigurbraut á nýjan leik með sigri á Kungälvs HK, 22:19, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í gær. Kristianstad HK er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki og önnur lið í efstu sætunum hafa leikið sex sinnum. 
  • Dagur Sverrir Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu eitt mark hver og Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði ekki þegar HF Karlskrona tapaði á heimavelli fyrr Malmö, 30:22, í Karlskrona í gær. Leikurinn var liður í áttundu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Phil Döhler markvörður varði sex skot, 31,6%, þann tíma sem hann var í marki Karlskrona. HF Karlskrona er  í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. 
  • Stöðuna í sænsku úrvalsdeildunum, karla og kvenna, er hægt að finna hér
  • Sveinbjörn Pétursson stóð í marki EHV Aue annan hálfleikinn þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Elbflorenz, 28:24, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Sveinbjörn varði fjögur skot, 22%. EHV Aue er neðst í deildinni með tvö stig. 
  • Coburg lagði TuS N-Lübbecke, 30:29, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í gær. Tumi Steinn Rúnarsson lék ekki með frekar en í síðustu leikjum. Hann er meiddur í baki.
  • Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki mark fyrir GC Amicitia Zürich þegar liðið vann HSC Kreuzlingen í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær, 25:21. GC Amicitia Zürich er í fjórða sæti deildarinnar eftir sex leiki með sjö stig.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -