- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Haukur, Donni, Darri, Viktor, Grétar, Elín Jóna

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson lék annan leik sinn í röð með Telekom Veszprém í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær og varð markahæstur að þessu sinni með sjö mörk. Veszprém vann þá liðsmenn QHB Eger, 51:25, á útivelli. Staðan í hálfleik var 25:9.
    Bjarki Már er óðum að ná sér á strik eftir aðgerð á vinstra hné eftir að hafa greinst með „jumpers knee“ sem teng­ist álagi á hnéskeljarsin­inni.
  • Haukur Þrastarson skoraði fjögur mörk fyrir Industria Kielce í 11 marka sigri á Arged Rebud Ostrovia, 38:27, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Kielce er efst sem fyrr ásamt Wisla Plock. Hægt er að skoða stöðuna í pólsku úrvalsdeildinni og mörgum öðrum með því að smella hér
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk í þriggja marka tapi PAUC á heimavelli fyrir Chartres, 27:24, á heimavelli í gærkvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC situr í fimmta sæti með sex stig að loknum fimm leikjum. 
  • Ivry, sem Darri Aronsson er samningsbundinn, tapaði fyrir Limoges, 31:29, í frönsku 1. deildinni í gær en leikið var á heimavelli Limoges. Darri verður fjarverandi keppnisvöllinn fram yfir áramót vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir snemma árs. Ivry er i 14. sæti af 16 liðum. 
  • Stórleikur verður í frönsku 1. deildinni á morgun þegar PSG fær Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í Nantes í heimsókn.
  • Grétar Ari Guðjónsson varði tvö skot á þeim níu mínútum sem hann fékk til þess að standa í marki Sélestat í gærkvöld í tapleik á heimavelli fyrir Pontault, 27:26, í annarri deild franska handknattleiksins. Þetta var annað tap Sélestat í fimm leikjum í deildinni. Liðið er í fjórða sæti með sex stig eftir fimm leiki. Pontault og Tremblay eru efst og jöfn með 10 stig hvort. 
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð í marki EH Aalborg þegar liðið vann Aalborg HK, 40:19, í næstu efstu deild danska handknattleiksins í gær. EH Aalborg er efst í deildinni með átta stig eftir fjóra leiki. Elín Jóna er á leiðinni heim til þess að taka þátt í undirbúningi landsliðsins og síðar leikjum við Lúxemborg og Færeyjar í undankeppni EM í næstu viku.

Staðan víða í Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -