- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki Már, stórsigur hjá Arnóri, Dmitrieva, dómarar á EM

Bjarki Már Elísson átti afar góðu gengi að fagna hjá Lemgo. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo er liðið gerði jafntefli við N-Lübbecke, 25:25, í fyrsta æfingaleik liðsins í fyrradag. Keppni hefst í þýsku 1. deildinni í byrjun september og verða liðsmenn N-Lübbecke nýliðar í deildinni en liðið kom upp úr 2. deild í vor ásamt HSV Hamburg
  • Arnór Atlason og lærisveinar hans í danska landsliðinu unnu Norðmenn, 29:19, í upphafsleik sínum í C-riðli Evrópumeistaramóts 19 ára landsliða karla í Króatíu í gær. Danir tóku leikinn í gær með trompi og voru með átta marka forskot eftir fyrri hálfleik, 16:8. Danska liðið leikur við Rússa í dag. Þýskaland er með fjórða liðið í riðlinum. Þýska liðið vann það rússneska, 35:27, í gær.
  • Önnur rússneska handknattleikskona, Daria Dmitrieva, hefur ákveðið að taka sér ótímabundið leyfi frá handknattleik. Hún segist úrvinda eftir langt og erfitt keppnistímabil með þátttöku á Ólympíuleikum ofan í kaupið. Dmitrieva varð áttunda markahæsta konan á Ólympíuleikunum. Hún skoraði 33 mörk í átta leikjum með rússneska landsliðinu sem hafnaði í öðru sæti.  Eins og handbolti.is hefur áður greint frá þá sagði Anna Vyakhireva frá því strax eftir úrslitaleikinn á ÓL að hún hafi fengið nóg og ætli að taka sér frí frá handknattleik um ótiltekinn tíma.
  • Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson dæmdu lokaleik A-riðils í B-deild Evrópumóts 17 ára landsliða kvenna í gær en þá áttust við Spánverjar og Litáar. Spánn vann örugglega, 37:26. Þetta var fjórði leikurinn sem þeir félagar dæma í keppninni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -