- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Telma, Cupic, Bombac, Kirkely

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður og leikmaður ungversku meistaranna, Telekom Veszprém. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Telekom Veszprém í 13 marka sigri á Balatonfüredi KSE, 33:20, á heimavelli í 23. umferð af 26 í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Telekom Veszprém virðist eiga deildarmeistaratitilinn vísan og getur innsiglað hann takist liðinu að ná a.m.k. einu stigi gegn helsta andstæðingnum, Pick Szeged, á heimavelli á föstudaginn. 
  • Telma Sól Bogadóttir hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Fjölnis en liðið leikur í Grill 66-deildinni. Telma Sól lék vel fyrir liðið á tímabilinu sem er nýlega lokið. Hún skorað 62 mörk og var einnig aðsópsmikil við varnarleikinn, segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fjölnis.  
  • Ivan Cupic hefur ákveðið að leggja handboltaskóna á hilluna í sumar eftir langan og sigursælan feril. Króatinn hefur síðustu árin leikið með RK Zagreb. Alls spannar ferill hornamannsins frábæra yfir 22 ár en hann hóf ferilinn með RK Metkovic Jambo aðeins 16 ára gamall. Cupic er einn fárra handknattleiksmanna sem hefur verið í sigurliði Meistaradeildar Evrópu í þrígang, 2016, 2017 og 2019. Cupic heldur áfram að vinna hjá RK Zagreb þótt hann fari út af leikvellinum. 
  • Slóvenski handknattleiksmaðurinn Dean Bombac hefur óvænt samið við Györ ETO-UNI FKC sem leikur í næst efstu deild ungverska karlahandknattleiksins. Bombac kemur til félagsins í sumar þegar samningurinn við Pick Szeged rennur út.
  • Györ hefur lengi átt eitt allra besta félagslið heims í kvennaflokki. Forráðamenn félagsins hafa í hyggju að hressa upp á karlaliðið sem staðið hefur í skugga kvennaliðsins. Karlalið Györ er í fyrsta sæti næst efstu deildar og tekur að óbreytti sæti í efstu deild á næstu leiktíð með Bombac innanborðs og hugsanlega fleiri öfluga leikmenn. 
  • Dönsku handknattleiksþjálfaranir Ulrik Kirkely og Kristian Danielsen standa í miklu þrefi við stjórnendur kvennaliðs Györ ETO KC vegna uppsagnar fyrir rúmum mánuði. Þeir telja félags ekki standa við gerða samning vegna uppsagnarinnar. Forráðamenn Györ ETO KC eru á öðru máli. Stál er í stál í málinu og hugsanlega verður það til lykta leitt fyrir dómstólum. 
  • Danirnir tóku við þjálfun Györ á síðasta sumri eftir nokkurra ára velgengni hjá Odense Håndbold í heimalandinu. Vera þeirra félaga varð endasleppt í Ungverjalandi. Eftir tap í úrslitaleik bikarkeppninar var þeim gert að hafa sig á brott frá Györ.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -