- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarni, Daníel, Hannes, Sagosen, Rød, Gullerud, Janus, Sigvaldi

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk í átta skotum þegar lið hans Skövde vann Alingsås, 32:26, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Skövde, sem var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15, er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig að loknum átta leikjum. Ystads IF er efst með 15 stig en hefur leikið átta sinnum.
  • Daníel Freyr Andrésson, sem valinn var í æfingahóp íslenska landsliðsins í vikunni, varði 11 skot, 35,5% markvarsla, þegar lið hans, Guif frá Eskilstuna vann Redbergslid frá Gautaborg, 29:27, í Eskilstuna í gær í sænsku úrvalsdeildinni. Aron Dagur Pálsson kom lítið við sögu hjá Guif sem fluttist upp í sjöunda sæti með 10 stig eftir níu leiki með þessum sigri.
  • Hannes Jón Jónsson stýrði liði sínu Alpla Hard til sigurs, 31:27, gegn Linz í austurrísku 1. deildinni í gær en leikið var á heimavelli Alpla Hard. Liðið er nú í 4. sæti með 13 stig eftir níu leiki og er tveimur stigum á eftir Aon Fivers sem er efst.
  • Þýska meistaraliðið THW Kiel staðfesti í gær að norski handknattleiksmaðurinn Sander Sagosen framlengi ekki samning sinn við félagið þegar núverandi samningur rennur út eftir hálft annað ár. Þetta rennir frekari stoðum undir fregnir síðustu vikna í norskum fjölmiðlum og handbolti.is hefur marg oft sagt frá að Sagosen gangi til liðs við Kolstad í Noregi sumarið 2023 eins og fleiri handknattleiksmenn.
  • Fleiri norskir handknattleiksmenn hafa verið orðaðir við félagið eins og Magnus Rød og Magnus Gullerud. Flensburg greindi einnig frá því að Rød ætli ekki að semja á ný við félagið þegar samningur hans rennur út um mitt árið 2023.
  • Ennfremur er hermt að Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafi samið við Kolstad sem er með bækistöðvar í Þrándheimi. Til stóð að forráðamenn Koldstad héldu blaðamannafund á morgun til að kynna hugmyndir sínar og greina frá samningum við nýja leikmenn. Fundurinn var blásinn af síðdegis í gær.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -