- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarni Ófeigur, Bjartur Már, Óskar, Viktor, Brljevic, Finnur, Kristín, Larsen

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk í níu skotum þegar lið hans IFK Skövde vann Ystads IF, 31:29, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Skövde er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 leiki. Kristianstad er efst, einnig með 18 stig, en hagstæðari markatölu. Ystads IF er í fjórða sæti með 17 stig og ljóst að keppnin á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni er afar hörð um þessar mundir. 
  • Bjartur Már Guðmundsson skoraði ekki mark fyrir StÍF í gærkvöld þegar liðið vann VÍF í Vestmanna, 28:26, í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lið StÍF er í fimmta sæti deildarinnar af sjö liðum með níu stig eftir 11 leiki. 
  • Óskar Ólafsson og Viktor Petersen Norberg höfðu hægt um sig í sóknarleiknum í gær þegar lið þeirra, Drammen, vann Kolstad, 32:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Drammenhallen.  Drammenliðið er þar með í öðru sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki og er sex stigum á eftir Elverum sem trónir á toppnum. 
  • Dragan Brljevic, sem tók við þjálfun færeyska kvennalandsliðsins í handknattleik af Ágústi Þór Jóhannssyni á síðasta ári, hefur sagt starfi sínu lausu af heilsufarsástæðum.  Sonni Larsen tekur við þjálfun landsliðsins. Hafnfirðingurinn Finnur Hansson heldur áfram í starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins. 
  • Sænska landsliðskonan Kristín Þorleifsdóttir yfirgaf danska úrvalsdeildarliðið Randers í gær og gekk til liðs við Horsens. Rekstur Randers gengur afar illa og er mikið tap á rekstri félagsins. Af þeim sökum verður reynt að draga mjög úr kostnaði. Ein aðgerðin snýr að því að losa leikmenn undan samningi sem eru þungir á fóðrum.  Foreldrar Kristínar eru íslenskir en hún hefur alist upp í Svíþjóð og leikur með sænska landsliðinu sem nú er komið til Spánar til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hófst í gær. 
  • Danska handknattleikskonan Kamilla Larsen kveður danska meistaraliðið Odense Håndbold eftir þetta keppnistímabil. Larsen er að taka þátt í 13. keppnistímabili með liði félagsins en hún kom til þess árið 2009 þegar mesta fjörinu var lokið í kringum Slagelse-liðið. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -