- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Björgvin Páll, Ágúst Elí, Hannes Jón, Ilchenko, flótti frá Brest, Petkovic, Borshchenko

Nú er gengið of langt, gæti Björgvin Páll verið að segja. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins og Íslandsmeistara Vals, hefur hætt við framboð til borgarstjórnarkosninga í vor. Hann hugðist gefa kost á sér á vegum Framsóknarflokksins.  Björgvin Páll greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum í gær. „Þrátt fyrir að stuðningurinn sé mikill innan úr flokknum, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þegar maður er á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig,“ skrifaði Björgvin Páll m.a. í færslu sinni. 
  • Ágúst Elí Björgvinsson kom lítið við sögu hjá liði Kolding í gær þegar það tapaði á útivelli fyrir bikarmeisturum Mors-Thy, 33:28, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ágúst Elí fékk að spreyta sig á tveimur vítaköstum og einu hefbundnu skot en varði ekkert þeirra. Kolding er í 12. sæti af 15 liðum deildarinnar með 13 stig þegar sex umferðir eru eftir.
     
  • Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard komust í átta liða úrslit bikarkeppninnar í gærkvöld með naumum sigri á West Wien, 26:25, á heimavelli. Alpla Hard mætir liði Graz í átta liða úrslitum. 
  • Annar úkraínskur handknattleiksmaður hefur yfirgefið lið CSKA í Moskvu. Línumaðurinn Dmitry Ilchenko tilkynnti í fyrrakvöld að hann hafi ákveðið að fara frá Rússlandi. Áður hafði Stanislav Zhukov kvatt Moskvuliðið, eins og handbolti.is greindi frá í gær. 
  • Mikil uppstokkun hefur orðið hjá hvít-rússneska handknattleiksliðinu Meshkov Brest eftir að því var vísað úr keppni í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Í gær greindi félagið frá því að Slóveninn Yaka Malus hafi rift samningi sínum og ákveðið að flytja til síns heima.  Pólverjinn Pavel Pachkovski og Batise Bonfon hafa einnig kvatt félagið að sinni eftir að sendiráð heimalanda þeirra mæltu með að þeir yfirgæfu Hvíta-Rússland. Sömu sögu er að segja af spænska þjálfaranum Daniel Gordo og portúgölskum aðstoðarþjálfara liðsins, Nunu Farelu. Pachkovski, Bonfon auk þjálfarateymisins eru sagðir væntanlegir til Brest á ný þegar ástand mála skánar, eftir því sem segir í tilkynningu frá Meshkov Brest. 
  • Velimir Petkovic landsliðsþjálfari rússneska karlalandsliðsins í handknattleik sagði í samtali við Stuttgarter Nachrichten í gær að hann hafi engin önnur áform uppi en að halda áfram starfi sínu. Petkovic er í Moskvu um þessar mundir. Hann tók við þjálfun landsliðsins fyrir tveimur árum eftir að Alfreð Gíslason gekk forsvarsmönnum rússneska handknattleikssambandsins úr greipum. Ekkert verður úr því að rússneska landsliðið taki þátt í umspili um HM sæti í apríl eins og til stóð. 
  • Úkraínska handknattleikskonan Viktoriya Borshchenko hefur að eigin ósk verið leyst undan samningi við rússneska meistaraliðið Rostov-Don. Borshchenko hefur verið hjá rússneska liðinu í níu ár.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -