- Auglýsing -
- Handknattleiksmenn flykkjast þessa daga í framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í gær greindi Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins frá því að hann sækist eftir fyrsta til öðru sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík.
- Um helgina tilkynnti Heimir Örn Árnason, einn þjálfara KA, handknattleiksdómari og fyrrverandi leikmaður, að hann stefni á fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri en framundan mun vera prófkjör.
- Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Elias Ellefsen á Skipagøtu, var kjörinn íþróttamaður ársins í Færeyjum. Upplýst var um valið á laugardagskvöld í uppskeruhátið færeyskra íþróttamanna. Ellefsen leikur með sænsku bikarmeisturunum í Sävehof. Hann var aðalmaðurinn í U19 ára landsliði Færeyja sem tryggði sér á síðasta sumri sæti í A-hluta Evrópumóts 20 ára landsliða í fyrsta sinn. Þá lék hann einnig sína fyrstu A-landsleiki á árinu og vakti frammistaða hans verðskuldaða athygli.
- Angel Fernandez leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins hefur samið við franska liðið Limoges til tveggja ára. Samingurinn tekur gildi í sumar.
- Noa Zubac, 19 ára gamall króatískur handknattleiksmaður sem leikur með B-deildarliðinu Kärra HF hefur skrifað undir fimm ára samning við pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce. Samningurinn tekur gildi í sumar.
- Hollenska landsliðskonan Zoë Sprengers flytur sig um set innan Þýskalands í sumar. Hún er frá Leverkusen til meistaranna í Dortmund. Sprengers lék með hollenska landsliðinu á HM í desmber. Það var fyrsta stórmót þessa 22 ára gömlu hornakonu.
- Áfram er þörf á að fresta leikjum hjá Íslendingaliði MT Melsungen vegna covidsmita. Viðureign Melsungen og Erlangen í þýsku 1. deildinni sem fram átti að fara annað kvöld hefur verið slegið á frest. Leik Melsungen og Lemgo í átta liða úrslitum bikarkeppninnar sem átti að leik á síðasta sunnudag var frestað.
- Einnig hefur leik HSV Hamburg og Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni verið frestað. Til stóð að leikurinn færi fram í kvöld