- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Cikusa, Vipers sektað, Mikler heldur áfram

Petar Cikusa leikmaður Barcelona. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Spænska ungstirnið Petar Cikusa hefur framlengt samningi sínum við Barcelona til ársins 2029. Cikusa hefur leikið talsvert með Barcelona á leiktíðinni og einnig verið í spænska landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur. Hann var frábær á EM 20 ára landsliða á síðasta ári þegar spænska landsliðið varð Evrópumeistari. 
  • Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað norska félagið Vipers Kristiansand, um 25.000 evrur, jafnvirði rúmlega þriggja milljóna kr. fyrir að draga liðið úr keppni í kjölfar gjaldþrots í janúar. Krafan er gerði í þrotabú félagsins sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta. Einnig má Vipers og dótturfélög sem kunna að vera stofnuð ekki taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í tvö ár. 
  • Ljóst er að fjárhagsáætlun forráðamanna Vipers Kristiansand fyrir félagið sem lögð var fram síðasta vor og var m.a. skilyrði fyrir að félagið fengið keppnisleyfi í Meistaradeildinni var í algjöru skötulíki.
  • Ungverski markvörðurinn Roland Mikler hefur framlengt samning sinn við Pick Szeged. Engan bilbug er að finna á Mikler þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Hann hefur þó að mestu rifað seglin hvað landsliðið varðar og hleypur aðeins í skarðið þegar brýn þörf er á.
  • Mikler hefur leikið með Szeged frá 2019 en hann var markvörður Veszprém frá 2014 til 2019. Áður var hann markvörður Szeged frá 2010. Uppeldisfélag Mikler er Dunaferr SE.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -