- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Cindric, Reichmann og Blonz úr leik,Tønnesen til Flensburg, Polman framlengir

Luka Cindic leikur ekki meira með króatíska landsliðinu á HM. Mynd/EPA-EFE/Hazem Gouda
- Auglýsing -
  • Króatíska landsliðið varð fyrir áfalli í gær þegar leikstjórnandinn frábæri, Luka Cidric meiddist. Hann verður ekki meira með í keppninni. Króatar mæta Angólamönnum klukkan 17 í dag. Eftir mjög óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og lærisveina í japanska landsliðinu í fyrstu umferð er ljóst að Króatar verða að bíta frá sér í dag án Cindric. Þess utan er önnur stórstjarna liðsins, Domagoj Duvnjak, nýlega stíginn upp úr veikindum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. 
  • Þýski hornamaðurinn Tobias Reichmann tekur ekki meira þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik vegna meiðsla. 
  • Norska skyttan, Kent-Robin Tønnesen, gengur til liðs við Flensburg í Þýskalandi eftir HM og leikur með liðinu alltént til loka leiktíðar. Tønnesen hefur verið í herbúðum ungverska liðsins Veszprém undanfarin ári. Vefmiðillinn handballme.me greinir frá þessu. Tønnesen er ætlað að fylla skarð landsliðsmannsins þýska, Franz Semper, sem sleit krossband í lok nóvember. Tønnesen verður ekki hjá Flensburg, ef að líkum lætur, þar sem hann hefur samið við Pick Szeged frá og komandi sumri.
  • Norski hornamaðurinn Alexander Blonz meiddist í upphitun fyrir leik Noregs og Sviss í gær. Vafi leikur á hvort hann taki þátt í fleiri leikjum keppninnar. Ef Blonz verður afskrifaður í keppninni er reiknað með að Sebastian Barthold leikmaður Aalborg verði kallaður inn í norska hópinn. 
  • Hollenska landsliðskonan Estavana Polman hefur framlengt samning sinn við dönsku meistarana Team Esbjerg fram á mitt ár 2023. Polman sleit krossband í ágúst en vonast til að geta létt undir með liði sínu í úrslitakeppninni í vor. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -