- Auglýsing -
- Sænski handknattleiksmaðurinn Felix Claar hefur loks hafið æfingar með SC Magdeburg eftir margra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Claar meiddist í leik með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar. Það verður dýrmætt fyrir þýsku meistarana að fá Claar inn í hópinn, ekki síst vegna langvarandi meiðsla Manuel Zehnder sem keyptur var m.a. til félagsins til að leysa Claar af hólmi.
- Frank Carstens sem þjálfað hefur HSG Wetzlar í þýsku 1. deildinni um árabil hættir í vor. Handball-Planet segir að Momir Ilic fyrrverandi þjálfari og leikmaður Veszprém í Ungverjalandi sé efstur á óskalista forráðamanna Wetzlar sem eftirmaður Carstens.
- Misha Kaufmann sem þjálfað hefur Eisenach í þýsku 1. deildinni með afar áhugaverðum og góðum árangri síðustu ár hefur verið ráðinn þjálfari Stuttgart frá og með næsta sumri. Kaufmann var á dögunum leystur undan samningi hjá Eisenach frá og með lokum þessarar leiktíðar en hann var með samning til ársins 2026.
- Norski landsliðsmaðurinn Alexandre Blonz varð í upphafi ársins að draga sig út úr norska landsliðinu vegna meiðsla. Ekki var nóg með það heldur fékk hann blóðtappa í heila og var í tíu daga á sjúkrahúsi. Blonz, sem er 24 ára gamall, verður frá keppni eitthvað fram eftir ári. Hann er samningsbundinn danska liðinu GOG.
- Auglýsing -