- Auglýsing -
- Dagur Gautason er í úrvalsliði norsku úrvalsdeildarinnar fyrir septembermánuð. Dagur gekk til liðs við ØIF Arendal í sumar. Hann skoraði 23 mörk í 29 skotum í leikjum mánaðarins í norsku úrvalsdeildinni, af þeim voru 17 mörk í 20 tilraunum í uppstilltum leik, 85% skotnýting. Sex markanna skoraði Dagur í níu vítaköstum sem hann tók.
- Storhamar vann Larvik, 32:25, í gær og heldur þar með öðru sæti norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna er annar þjálfara Storhamar.
- Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar, vann Follo, 28:25, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í gær. Fredrikstad Bkl., hefur farið vel af stað í deildinni og situr í þriðja sæti með 10 stig að loknum sjö leikjum.
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Volda þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir Storhamar 2 í næstu efstu deild norska handknattleiksins í gær, 33:26. Volda er ennþá efst í deildinni með átta stig eftir fimm leiki. Þetta var um leið fyrsti sigur Storhamar 2 í deildinni í fjórum viðureignum.
- Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg þegar liðið tapaði óvænt fyrir Stuttgart, 34:31, í Porsche-Arena í Stuttgart í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Teitur Örn átti fjögur skot á mark Stuttgart. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar. Stuttgart fór úr botnsætinu, því 18. upp í 16. sæti með sigrinum. Flensburg situr í 7. sæti með átta stig eftir sjö leiki.
- Silvio Heinevetter átti stórleik í marki Stuttgart-liðsins í leiknum. Hann varði 15 skot, þar af eitt vítakast, 36%. Kai Häfner skoraði 11 mörk fyrir Stuttgart. Johan á Plogv Hansen skoraði níu mörk fyrir Flensburg.
- Andrea Jacobsen skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu þegar lið hennar, Silkeborg-Voel, tapað fyrir Odense Håndbold, 36:24, í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Nú þegar hlé hefur verið gert á keppni í dönsku úrvalsdeildinni vegna landsleikja í undankeppni EM á næstu dögum situr Silkeborg-Voel í 10. sæti deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.
- Rétt er að benda á að stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
- Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk, átti eina stoðsendingu og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur þegar GWD Minden og Tusem Essen gerðu jafntefli í 2. deild þýska handknattleiksins í gær, 22:22. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari GWD Minden. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði ekki mark fyrir GWD Minden í leiknum. Minden féll úr 1. deild í vor og er nú í 12. sæti með fimm stig eftir sex umferðir.
- Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Eintracht Hagen tapaði á heimavelli fyrir Nordhorn, 38:33, í þýsku 2. deildinni í gær. Hagen er í 16. sæti af 18 liðum með fjögur stig að loknum sex leikjum.
- Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki mark þegar Lübeck–Schwartau tapaði fyrir Bietigheim, 34:25, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær á heimavelli Bietigheim. Lübeck-Schwartau er í 11. sæti með sex stig að loknum sex leikjum.
- Rétt er að benda á að stöðuna í þýsku 2.deildinni í handknattleik karla og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
- Auglýsing -