- Auglýsing -
- Dagur Gautason skoraði tvö mörk fyrir Montpellier í gærkvöld þegar liðið vann Dunkerque, 24:23, í æsispennandi leik á heimavelli í 27. umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Dunkerque var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10.
- Montpellier færðist a.m.k. tímabundið upp í annað sæti frönsku 1. deildarinnar með sigrinum. Liðið er með 45 stig eftir 27 leiki. PSG er efst með 49 stig að loknum 26 leikjum. Nantes situr í þriðja sæti stigi á eftir Montpellier en hefur leikið tveimur leikjum færra. Montpellier á þrjá leiki eftir.
Dagur rær á ný mið í sumar
- Haukur Þrastarson lék ekki með Dinamo Búkarest í gær þegar liðið tapaði fyrir Potaissa Turda, 36:30, í næst síðustu umferð rúmensku 1. deildarinnar. Tapið breytir engu um að Dinamo er rúmenskur meistari en liðið fangaði meistaratitlinum fyrir um tveimur vikum.
- Þjálfari Dinamo stillti upp táningaliði í Turda í gær. Nánast enginn af þekktari og reyndari leikmönnum liðsins sótti Turda heim í Karpatafjöllin.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -