- Auglýsing -
- Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk í níu skotum í fjögurra marka sigri Volda á Glassverket, sem Birna Berg Haraldsdóttir lék eitt sinn með, 30:26. Leikurinn fór fram í Drammenshallen í gær. Volda er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig eftir 12 leiki. Fjellhammer, sem Birta Rún Grétarsdóttir leikur með, er í efsta sæti með 23 stig að loknum 12 leikjum.
- Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark þegar Benfica vann Benevente, 44:10, í 32-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Leikið var á heimavelli í Benevente.
- Porto þurfi lítið á Þorsteini Leó Gunnarssyni halda í sóknarleiknum í gær þegar liðið lagði Alvarium Remax Universal, 55:29, á útivelli í 32-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar. Staðan í hálfleik var 32:15.
- Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting mæta Funchal í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í Portúgal 6. febrúar.
- Auglýsing -