- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Daníel, Oddur, Tumi, Vipers, Storhamar, Odense

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -
  • Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans Balingen-Weilstetten vann Potsdam, 30:29, á útivelli í hörkuleik í 36. og þriðju síðustu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Sigurmarkið var skorað hálfri fjórðu mínútu fyrir lok leiksins. Balingen er langefst í deildinni og hefur fyrir nokkru tryggt sér keppnisrétt í 1. deild á næstu leiktíð eftir eins árs fjarveru.
  • Oddur Gretarsson var ekki í leikmannahópi BalingenWeilstetten í heimsókninni til Potsdam í gær. Hann er í áttunda sæti á lista markahæstu leikmanna deildarinnar með 190 mörk í 34 leikjum.
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar í grátlega naumu tapi Coburg á heimavelli fyrir Dessau-Roßlauer HV 06, 28:27. Sigurmarkið var skorað á síðustu sekúndu. Dessau-Roßlauer HV 06 er í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Eisenach en liðin kljást um að fylgja Balingen eftir upp í 1. deild. Coburg siglir lygnan sjó í 11. sæti af 20 liðum deildarinnar með 35 stig í 36 leikjum.
  • Evrópu- og Noregsmeistarar Vipers Kristiansand unnu úrslitakeppnina í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Noregi í gær, fjórða árið í röð. Vipers vann Storhamar öðru sinni í úrslitum, 32:26, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:13. Eftir 12 mínútna leik í síðari hálfleik hafði Vipers náð þriggja marka forskoti, 23:20.
  • Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar er hafnaði í öðru sæti bæði í deildarkeppninni og í úrslitakeppninni í Noregi að þessu sinni. Einnig komst Storhamar í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið tók þátt í keppninni í fyrsta sinn.
  • Leikmenn Vipers Kristiansand eru ekki komnir í sumarfrí vegna þess að um næstu helgi verður leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í Búdapest. Vipers freistar þess að vinna þriðja árið í röð.
  • Odense Håndbold, meistarar í danska kvennahandboltanum, leika til úrslita við Esbjerg. Odense vann Ikast í oddaleik í undanúrslitum í gær, 27:24. Leikurinn fór fram í Óðinsvéum. Fyrsti úrslitaleikur Odense og Esbjerg um danska meistaratitilinn fer fram á þriðjudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -