- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Díana Dögg, Odden, Claar, Henneberg, Pineau

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -
  • Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau unnu Göppingen, 30:28, í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í EWS-Arena Göppingen. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12. 
  • Díana Dögg skoraði sex mörk, átti eina stoðsendingu, skapaði eitt færi, vann leikmenn Göppingen í tvígang af leikvelli og þá þriðju af velli með rautt spjald.  Sara Odden fyrrverandi leikmaður Hauka skoraði ekki marki í leiknum en kom nokkuð við sögu í vörninni og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli. 

  • Svíinn Felix Claar yfirgefur danska liðið Aalborg Håndbold næsta sumar og gengur til liðs við þýska meistaraliðið SC Magdeburg. Tilkynnt var í gær að Claar hafi skrifað undir tveggja ára samning við Magdeburg sem tekur gildi 1. júlí á næsta ári. 
  • Jan Larsen, framkvæmdastjóri Aalborg, sagði að allt hafi verið gert til þess að halda í Claar en því miður hafi það ekki dugað til. Hugur Claar standi til þess að spreyta sig í þýsku 1. deildinni. Hann kom til Álaborgarliðsins 2020 frá Alingsås í Svíþjóð og hefur blómstrað hjá Aalborg.

  • Sebastian Henneberg hefur þegar í stað sagt skilið við Aalborg Håndbold eftir rúmlega tveggja ára dvöl eftir komu frá Elverum í Noregi. Henneberg hefur samið við Eurofarm Pelister í Norður Makedóníu. Henneberg sleit krossband fljótlega eftir komuna til Álaborgar. Eftir að hann hafði jafnað sig fékk hann skemmri tíma en vonir stóðu til með liðinu. Leikirnir eru aðeins 11 og mörkin átta. Eurofarm Pelister á sæti í Evrópudeildinni á keppnistímabilinu.
  • Hin þekkta franska handknattleikskona Allison Pineau gefur ekki kost á sér í franska landsliðið sem tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í næsta mánuði. Pineau er reyndasta handknattleikskona heims um þessar mundir og hefur m.a. leikið 273 landsleiki fyrir franska landsliðið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -