- Auglýsing -
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var næst markahæstur hjá Skanderborg AGF, með átta mörk þegar liðið vann Ringsted, 35:31, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Donni átti einnig eina stoðsendingu. Morten Hempel Jensen var markahæstur með 10 mörk.
- Skanderborg AGF færðist upp í fimmta sæti úrvalsdeildar með 14 stig að loknum 12 leikjum. Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Grindsted, krækti í sitt fyrsta stig í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli við Kolding, 28:28. Grindsted kom upp í deildina í vor.
- Enginn Íslendinganna þriggja hjá HK Karlskrona var í liðinu í gær þegar liðið vann Hallby, 28:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Jönköping, heimavelli Hallby. Þar á ofan sat Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH allan leikinn á varamannabekknum. Íslendingarnir þrír sem um er að ræða eru Dagur Sverrir Kristjánsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson.
- HK Karlskrona er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 15 stig eftir 11 leiki, hefur jafnmörg stig og Ystad. Síðarnefnda liðið hefur leikið tveimur leikjum færra.
- Einar Bragi Aðalsteinsson var í leikmannahópi IFK Kristianstad þegar liðið tapaði með einu marki, 37:36, fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Einar Bragi skoraði ekki mark að þessu sinni. Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki.
- Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -