- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Elliði Snær, Mindaugas, Viktor, Óskar, efnilegir Framarar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir PAUC þegar liðið vann Istres, 39:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er áfram í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir Nantes. PSG er fyrir löngu orðið meistari í Frakkalandi. Liðið hefur ekki tapað stigi í 25 leikjum. 
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði tvisvar sinnum fyrir Gummersbach þegar liðið tapaði fyrir Elbflorenz, 30:29, í Dresden í gærkvöld í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Gummersbach sem þegar hefur tryggt sér sæti í 1. deild að ári var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12. Elflorenz er í sjötta sæti og á veika von um að ná öðru sæti deildarinnar. Dumcius Mindaugas, fyrrverandi leikmaður Akureyrar handboltafélags, var markahæstur hjá Elbflorenz með sex mörk. 
  • Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg átti stórleik fyrir Drammen í gær og skoraði 12 mörk þegar liðið náði að slá frá sér í undanúrslitarimmunni við Arendal í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 38:30, á heimavelli. Drammen hefur þar með unnið einn leik en Arendal tvo en þrjá sigurleiki þarf til þess að komast úrslit gegn Elverum. Óskar Ólafsson skoraði fjögur af mörkum Drammenliðsins. Liðin mætast í fjórða sinn á heimavelli Arendal á mánudaginn. 
  • Ungt og efnilegt handknattleiksfólk hefur skrifað undir samning við Fram á síðustu dögum eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu  handknattleikdeildar. Um er að ræða Ingunni  Brynjarsdóttur, markvörð, Margréti Á. Bjarnhéðinsdóttur, Írisi A. Gísladóttur, Söru R. Gísladóttur, Daníel Stefán Reynisson, Eið Rafn Valsson og Breki Hrafn Árnason. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -