- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Hansen, Haukur, Ýmir, Lukács, Bos, Jacobsen

- Auglýsing -
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fimm mörk þegar Skanderborg AGF vann Sønderjyske, 39:36, í fyrsta æfingaleik liðsins í gær. Hornamaðurinn Johan Hansen, sem gekk til liðs við Skanderborg AGF frá Flensburg í sumar, var markahæstur með átta mörk. 
  • Rhein-Neckar Löwen vann Göppingen, 27:26, í úrslitaleik á fjögurra liða æfingamóti í handknattleik karla í gær. Haukur Þrastarson var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Rhein-Neckar Löwen en hann skoraði sex mörk í fyrri viðureign liðsins á mótinu eins og handbolti.is sagði frá í gær. 
  • Ýmir Örn Gíslason lék með Göppingen eins og hann er vanur en tókst ekki að skora í leiknum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins. 
  • Ungverska landsliðskonan Viktória Győri-Lukács og leikmaður Evrópumeistara Györ hefur tilkynnt að hún eigi von á tvíburum á næstu mánuðum. 
  • Franski landsliðsmaðurinn Julien Bos hefur ákveðið að yfirgefa HBC Nantes eftir ár og ganga til liðs við pólsku bikarmeistarana Industria Kielce.
  • Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í handknattleik karla segist vera byrjaður að búa sig undir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í janúar.
  • Þrátt fyrir að hafa unnið heimsmeistaramótið fjórum sinnum í röð frá 2019 hefur danska landsliðinu ekki tekist að verða Evrópumeistari undir stjórn Jacobsen. Hann segist ætla að halda fast í sama upplegg fyrir mótið og fyrir HM í upphafi þessa árs. Engin ástæða sé að bylta uppskrift sem hafi skilað heimsmeistara- og Ólympíutitli síðasta árið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -