- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Drux, Stutzke, Zerbe, Abbingh, Gonzalez, Martini

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Paul Drux leikur ekki fleiri leiki með þýska landsliðinu á HM. Hann fór heim í gær en veikindi settu strik í reikninginn hjá honum og m.a. missti hann af viðureignunum við Noreg og Frakka af þeim sökum.
  • Þýska liðið kom til Stokkhólms í gær eftir stuttan stanz og einn leik í Gdansk. Í dag mætir þýska landsliðið egypska landsliðinu í krossspili um sæti fimm til átta. Alfreð Gíslason þjálfari þýska landsliðsins kallaði í Lukas Stutzke og Lukas Zerbe inn í liðið og komu þeir til móts við liðið í Stokkhólmi í gær. 
  • Nærri hálf áttunda milljón Þjóðverja fylgdist með í sjónvarpi með viðureign þýska og franska landsliðsins í átta liða úrslitum í fyrrakvöld sem er með allra mesta fjölda á síðari árum. 
  • Danska landsliðskonan Lois Abbingh kveður meistaralið Odense Håndbold í sumar og gengur til liðs við norsku Evrópumeistarana Vipers Kristiansand. Abbingh stendur á þrítugu. Hún er á sínu þriðja keppnistímabili með Odense-liðinu. 
  • Franska landsliðskonan Lara Gonzalez hefur samið við rúmenska liðið Rapid Búkarest frá og með næsta sumri. Hún leikur nú með með Paris 92
  • Bruno Martini fyrrverandi landsliðsmarkvörður Frakka  hefur verið leystur frá öllum störfum í frönskum handknattleik eftir hafa orðið uppvís að framleiðslu og vörslu barnakláms. Einnig hefur hann átt í samskiptum við unga drengi í gegnum samfélagsmiðla og m.a. lokkað þá til sín.
  • Martini sem síðast var yfirmaður frönsku úrvalsdeildarinnar var handtekinn og yfirheyrður í upphafi vikunnar en hann hefur legið undir grun um langt skeið. Martini situr á bak við lás og slá. Hann var meira en áratug starfsmaður stórliðsins PSG. Martini var í sigurliði Frakka á HM 1995 og sex árum síðar á heimavelli.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -