- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ekki bitið úr nálinni, uppstokkun, Wille þjálfar Íslendinga

Magnus Saugstrup línumaður Aalborg og félagar fóru illa af stað í úrslitakeppninni í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Svo kann að fara að danska meistaraliðið Aalborg Håndbold verði án fimm leikmanna Simon Gade, Magnus Saugstrup, Lukas Sandell, Benjamin Jakobsen og Henrik Mølgaard þegar það mætir Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Allir eru þeir nýkomnir á ról eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en óvíst að þeir hafi með öllu bitið úr nálinni eftir veikindin. Það skýrist ekki fyrr en eftir síðustu skimun fyrir leikinn, sem annað hvort verður gerð í kvöld eða í rauðabítið á morgun hvort þeir kunni hugsanlega enn að vera smitandi, að sögn Stefan Madsen í samtali við Nordjyske.
  • Talsverð uppstokkun verður á leikmannahópi Krim Ljubljana eftir þetta keppnistímabil. Allison Pineau kemur til félagsins frá Buducnost og Katarina Krpez Slezak frá Rostov-Don. Sanja Radosavljevic sem nú er leikmaður Vaci NKSE bætist einnig í hópinn auk Dragana Cvijic frá Bucaresti, Tjasa Stanko frá Brest, Andrea Lekic og Barbara Arenhart frá Buducnost.
  • Vinstri hornamaðurinn Sebastian Barthold hefur skrifað undir nýjan samning við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold til ársins 2024. Hinn 29 ára gamli Norðmaðurinn hefur verið í herbúðum Álaborgarliðsins í fjögur ár og leikið um 150 leiki á þeim tíma og skorað um 600 mörk. 
  • Jonas Wille hefur verið ráðinn þjálfari IFK Kristianstad sem Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með. Wille er núverandi þjálfari Mors-Thy í Danmörku. Hann kemur til sænska liðsins í sumar. Wille samdi við IFK Kristianstad til þriggja ára. Nokkuð los hefur verið á  þjálfaramálum IFK Kristianstad síðustu ár. Staffan Olsson var um skeið sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Kristianstad eftir Ljumomir Vrjanes mátti hirða hatt sinn og staf.
  • Niels Agesen tekur við þjálfun karlaliðs Mors-Thy af Wille. Agesen hefur síðustu fjögur ár þjálfað kvennalið Randers.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -