- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elahmar, Randers í vanda, Chrintz, bann stytt, Hansen

Sérsveitin, stuðningsveit íslensku landsliðanna lét sig ekki vanta á Ásvelli á laugardag og sunnudag og hvatti landsliðið til dáða í leikjunum við Ísrael. Lyfti vera sveitarinnar veru upp stemningunni á leikjunum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Einn allra fremsti handknattleiksmaður Afríku frá upphafi, Egyptinn Ahmed Elahmar, hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í landslið Egyptalands. Hann er 38 ára gamall og hefur átt sæti í landsliðinu í tvo áratugi.
  • Elahmar hefur fimm sinnum orðið Afríkumeistari með landsliðinu, tekið þátt í fernum Ólympíuleikum og var fánaberi Egypta á leikunum 2016. Eins hefur Elahmar tekið þátt í níu heimsmeistaramótinu og verður HM 2023 það fyrsta á öldinni hjá egypska landsliðinu án hans.
  • Forráðamenn danska úrvalsdeildarliðsins Randers viðurkenna að félagið sé á barmi gjaldþrots eftir mjög erfiðan rekstur um árabil. Randers er í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Fyrir rúmum áratug var liðið í allra fremstu röð danskra liða en hefur mátt muna sinn fifil fegri á síðustu árum. Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék með Randers frá 2014 til 2016.
  • Sænski horna- og landsliðsmaðurinn Valter Chrintz meiddist á hné í leik með Füchse Berlin gegn GWD Minden í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn. Hann verður ekki með Evrópumeisturum Svía á heimsmeistaramótinu á heimavelli í janúar.
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Christoffer Brännberger og leikmaður Önnereds, sem úrskurðaður var í 11 leikja bann í haust fyrir að slá andstæðing í hálsinn með krepptum hnefa í kappleik, mætir senn á völlinn aftur. Áfryjunardómstóll hefur stytt bannið um fimm leiki, niður í sex leiki.
  • Handknattleiksmaðvörðurinn Kim Sonne-Hansen hefur samið við Fredericia Håndboldklubb, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar. Emil Tellerup markvörður liðsins handarbrotnaði á dögunum og því varð að grípa í taumana og fá markvörð til standa vaktina. Hansen hefur verið samningsbundinn Erlangen í Þýskalandi en verið vonsvikinn með takmarkaðan leiktíma. Hann greip því tækifærið feginshendi að fara aftur heim til Danmerkur.
  • Svartfellska landsliðskonan Jovanka Radicevic leikur sína síðustu landsleiki á EM sem nú stendur yfir. Radicevic hefur lengi verið og skorað yfir 1.000 mörk fyrir landsliðið í 181 landsleik.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -