- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elín Klara, Lilja, HM-sæti, Andersson, Resende, Kohlbacher

Elín Klara Þorkelsdóttir hefur skorað 32 mörk á Evrópumóti 19 ára landsliða. Hér eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -
  • Elín Klara Þorkelsdóttir er markahæsti leikmaður U19 ára landsliðs Íslands á Evrópumótinu í handknattleik í Rúmeníu. Hún hefur skorað 32 mörk í fimm leikjum og er áttunda á lista yfir markahæstu leikmenn mótsins. Lilja Ágústsdóttir er næst á eftir Elínu Klöru af leikmönnum íslenska landsliðsins með 28 mörk í 14. sæti. Julie Mathiesen Scaglione, Danmörku, er markahæst á mótinu með 48 mörk. Luciana Rebelo er næst með 41 mark. 
  • U19 ára landsliðið á tvo leiki eftir á Evrópumótinu. Klukkan 10 í fyrramálið mætast Ísland og Norður Makedóníu í krossspili um 13. til 16. sætið. Sólarhring síðar verður síðasti leikur íslenska liðsins í mótinu við Serbíu eða Króatíu um annað hvort 13. eða 15. sæti Evrópumótsins. Þrettán efstu lið Evrópumótsins auk Norður Makedóníu tryggja sér  sæti á HM 20 ára landsliða sem fram fer í Norður Makedóníu að ári liðnu. 
  • Ljóst er að íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leikina til þess að öðlast þátttökurétt á HM. Annars fer liðið í undankeppni fyrir HM sem fram fer í nóvember ásamt tveimur liðum úr B-hluta Evrópumótsins sem einnig fer fram þessa dagana. Einn farseðill á HM verður í boði í undankeppninni.
  • Svíinn Magnus Andersson var í gær í leystur frá störfum hjá portúgalska meistaraliðinu FC Porto. Í hans stað var var handboltagoðsögnin Carlos Resende ráðinn þjálfari liðsins. Porto hefur orðið meistari í fjögur ár í röð. Uppsögnin kemur á óvart vegna þess að Andersson átti ár eftir af samningi sínum. Resende hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Benfica fyrir þremur árum. Hann var þjálfari Porto frá 2006 til 2009 eftir að hafa leikið með liðinu í sex ár á undan. 
  • Óvíst er hvað tekur við hjá Andersson. Hann hefur undanfarna mánuði verið orðaður við franska liðið PAUC en vart fer hann til liðsins héðan af. Philippe Gardent var á dögunum ráðinn í þjálfarastarfið. 
  • Þýski landsliðsmaðurinn Jannik Kohlbacher hefur skrifað undir nýjan samning við Rhein-Neckar Löwen sem gildir til næstu þriggja ára. Kohlbacher  hefur verið hjá félaginu frá 2018. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -