- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elliði, Guðmundur og Baena

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach þegar liðið tapaði, 28:25, fyrir efstu deildarliði Bergsicher HC í æfingaleik í fyrradag. Þetta var síðasti æfingleikur Gummersbach, sem nú leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssson, áður en deildarkeppnin hefst í næstu viku. Gummersbach mætir Bayer Dormagen í fyrstu umferð. 

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark úr vítakasti í leiknum. Ragnar Jóhannsson skoraði ekki að þessu sinni en báðir eru þeir liðsmenn Bergischer HC sem mætir SC Magdeburg í fyrst umferð 1.deildar á fimmtudagskvöld. 

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari MT Melsungen, mátti sætta sig við tap, 28:25, fyrir Leipzig í æfingaleik í fyrradag. Melsungen liðið varð fyrir áfalli eftir ríflega 20 mínútna leik þegar þýski landsliðsmaðurinn Kail Häfner meiddist. Óttast er að hann geti orðið frá keppni um tíma en það skýrist fljótlega. „Fyrstu 20 mínútur leiksins er það besta sem ég hef séð til liðsins fram til þessa,“ sagði Guðmundur Þórður í samtali sem birtist á heimasíðu félagsins eftir leikinn. 

Rafael Baena t.v.leikur með Rhein-Neckar Löwen fram að áramótum. Mynd/Rhein-Neckar Löwen

Í gærmorgun staðfesti þýska liðið Rhein-Neckar Löwen að það hafi samið við spænska línumanninn Rafael Baena, en spænskir fjölmiðar sögðu í fyrrakvöld að Baena væru á leið til Löwen eins kom m.a. fram í Molakaffinu í gær. Baena samdi um að leika með Löwen til loka þessar árs meðan línumennirnir Jannik Kohlbacher og Jesper Nielsen jafna sig af meiðslum. „Baena er góður kostur fyrir okkur og léttir aðeins álaginu af Ými Erni Gíslasyni,“ sagði Oliver Roggisch, íþróttastjóri Löwen í þýskum fjölmiðlum í gær. 

Baena var í herbúðum Löwen frá 2015 til 2018 og lék síðan með Bergsicher HC þar til í sumar að hann flutti heim og samdi við spænska 2. deildarliðið BM Los Dólmenes. Hann tekur upp þráðinn á Spáni með liðinu á nýju ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -