- Auglýsing -
- Elmar Erlingsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar í stórsigri Nordhorn-Lingen á Dessau-Rosslauer HV 06, 37:22, í fjórðu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Nordhorn-Lingen situr í fjórða sæti deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir. Huttenberg er efst með átta stig og Bietigheim er næst á eftir með sjö stig. Liðin tvö eru þau einu taplausu í deildinni.
- Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, fagnaði sigri með AEK Aþenu í fyrstu umferð grísku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. AEK lagði Ionian, 32:23, á heimavelli. Eftir viku sækir AEK liðsmenn Zafeirakis Naoussa heim.
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í 12 marka sigri Sporting Lissabon á ABC de Braga, 36:24, í Braga í gær. Leikurinn var í þriðju umferð portúgölsku deildarinnar.
- Sporting, Porto og Aguas Santas eru efst og jöfn með þrjá vinninga hvort eftir þrjár fyrstu umferðir deildarinnar í Portúgal.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks þar sem Íslendingar koma við sögu er að finna hér.