Fjórða heimaleiknum hjá PAUC, sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með var frestað í gærkvöld en til stóð að PAUC mætti Ivry á heimavelli. Kórónuveiran setur strik í reikninginn í Frakklandi eins og annarstaðar og m.a. komð í veg fyrir PAUC hafi leikið einn einasta heimaleik til þess á keppnistímabilinu.
Hollenska handknattleikskonan Nycke Groot hefur gefið kost á sér í landsliðið á nýjan leik og verður að öllum líkindum með á EM í desember. Groot hætti að leika með hollenska landsliðinu fyrir nærri tveimur árum. Vegna meiðsla nokkurra leikmanna ákvað Groot að endurskoða afstöðu sína til landsliðsins. Hollendingar eru ríkjandi heimsmeistarar. Groot er 32 ára gömul og á að baki 141 landsleik. Hún leikur nú með Odense Håndbold.
Mikið virðist ganga á hjá ungverska liðinu Síofok þessa dagana. Í vikunni var Bent Dahl þjálfari rekinn úr starfi eftir níu umferðir og þar af sex sigurleiki og í hans stað ráðinn Serbinn Zdravko Zovko. Rétt eftir brottrekstur þjálfarans var hin spænska Nerea Pena sett í ótímabundið æfinga,- og keppnisbann hjá liðinu.
Petar Nenadic, Marko Vujin, Ilija Abutovic og Petar Djordjic gefa allir kost á sér í serbneska landsliðið í handknattleik karla á nýjan leik eftir að Spánverjinn Toni Gerona var ráðinn landsliðsþjálfari fyrr á þessu ári. Gerona valdi sinn fyrsta landsliðshóp í vikunni og voru fjórmenningarnir allir í hópnum.