- Auglýsing -
- Aðeins ein kona er á meðal 26 þjálfara hjá liðunum í úrvalsdeild karla og kvenna í norsku úrvalsdeildinni. Eina konan í hópnum er Ane Victoria Ness Mällberg sem þjálfar nýliða Rælingen í úrvalsdeild kvenna. Staðan svipuð og hér á Ísland þar sem einnig er ein kona á meðal þjálfara hjá þeim 20 liðum sem eru í Olísdeildum karla og kvenna. Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.
- Hollenski hornamaðurinn Jurswailly “Ailly” Luciano hefur ákveðið að taka fram skóna á nýjan leik og leika með Metz a.m.k. næstu mánuði eftir að helsti hornamaður liðsins, Melvine Deba, meiddist á dögunum og verður lengi frá keppni. Luciano lék með Metz frá 2011 þar til í sumar að hún ákvað að leggja skóna á hilluna af persónulegum ástæðum. Metz er með fullt hús stiga í frönsku 1.deildinni eftir fjórar umferðir auk þess sem liðið er á fullri ferð í Meistaradeild Evrópu. Metz hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur í Meistaradeildinni fram til þessa.
- Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata í handknattleik karla, hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá karlaliði Zagreb en félagið skipti nýverið um þjálfara í ellefta sinn á sex árum. Cervar var þjálfari Zagreb um skeið en var látinn taka pokann sinn fyrir tveimur árum.
- Jari Lemke, samherji Bjarka Más Elíssonar hjá Lemgo, varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar hann sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Lemke er aðeins 23 ára gamall.
- Viðureign PAUC, sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með og Chambéry í frönsku 1. deildinni í handknattleik sem fram átti að fara í fyrrakvöld var fresta vegna kórónuveirunnar. PAUC hefur ekki enn leikið heimaleik á keppnistímabilinu en hinsvegar leikið þrisvar á útivelli.
- Auglýsing -