- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Fimm rauð spjöld og meistarar, Axel, Rej, Herning-Ikast, undanúrslit

Pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce. Mynd/Łomża Vive Kielce
- Auglýsing -
  • Łomża Vive Kielce varð í gærkvöld pólsku meistari í handknattleik eftir sigur á Wisła Płock, 25:23, eftir vítakeppni í uppgjöri efstu liðanna en leikið var í Płock. Łomża Vive Kielce varð þar með pólskur meistari í 11. sinni í röð og alls í 19. skipti í sögunni. Mikill harka var í úrslitaleiknum í gær eins og oftast þegar þessi lið leiða saman hesta sína. M.a. fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft, þar af fjórum sinnum í fyrri hálfleik.  Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson léku ekki með Łomża Vive Kielce að þessu sinni en Sigvaldi Björn hefur verið frá keppni síðan á Evrópumótinu í Ungverjalandi í janúar en þá tóku sig upp meiðsli sem voru að hrjá hann síðla á síðasta ári. 
  • Storhamar, liðið sem Axel Stefánsson þjálfar, tapaði fyrsta úrslitaleiknum við Vipers Kristiansand í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í gær, 29:23. Leikið var í Kristjánssandi. Næsta viðureign verður á heimavelli Storhamar á laugardaginn. Vinni Vipers öðru sinni fagnar liði sigri í úrslitakeppninni en það er þegar orðið norskur meistari eftir að hafa orðið efst í deildarkeppninni í vor. 
  • Danska landsliðskonan Mia Rej sem meiddist í fyrsta leik danska landsliðsins á HM á Spáni í desember lék í gærkvöld sinn fyrsta leik á árinu með Odense er liðið mættir Esbjerg í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn. Odense vann, 31:27,  en leikurinn fór fram í Óðinsvéum. Rej skoraði ekki mark í leiknum en átti fjórar stoðsendingar.  Næsta viðureign liðanna verður í Esbjerg á laugardaginn. 
  • Herning-Ikast vann stórsigur á Viborg, 33:16, í fyrstu viðureign liðanna um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeild kvenna í gærkvöld.
  • Kiel og Barcelona mætast í undanúrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess Arena í Köln laugardaginn 18. júní. Dregið var til undanúrslita í gær. Í hinni viðureigninni eigast við Veszprém og Łomża Vive Kielce sem Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með. Sigurliðin í undanúrslitum leika til úrslita daginn eftir. Kielce og Veszprém mættust í eftirminnilegum úrslitaleik í Meistaradeildinni vorið 2016. Kielce vann í vítakeppni eftir að Veszprémliðið hafði spilað rassinn úr buxunum síðasta stundarfjórðung leiksins.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -