- Auglýsing -
- Fiskisögurnar fjúga um félagaskipti þekktra leikmanna á næsta sumri. Ein sú nýjasta er að Svíinn Lukas Sandell kveðji ungverska meistaraliðið Veszprém og gangi til liðs við helsta keppinautinn Pick Szeged og verði þriðji Svíinn í herbúðum liðsins. Þjálfari Pick Szeged er Svíinn Michael Apelgren og aðstoðarmaður hans er Jonas Källman.
- Vegna þessara skipta Sandell hefur Frakkinn Dika Mem verið orðaður við Veszprém en samningur hans við Barcelona rennur út sumarið 2025. Núverandi þjálfar Veszprém Xavier Pascual var þjálfari Barcelona þegar Mem kom til félagsins.
- Kai Johannsen sem var liðstjóri danska karlalandsliðsins í handknattleik lést á þriðjudaginn eftir skammvinn veikindi. Johannsen var liðsstjóri í 18 ár og starfaði með þremur landsliðsþjálfurum, Ulrik Wilbek, Guðmundi Þórði Guðmundssyni og Nikolaj Jacobsen. Síðasta stórmót Johannsen með landsliðinu var EM í Þýskalandi. Hann dró sig í hlé í júlí, skömmu áður en Ólympíuleikarnir hófust vegna veikinda.
- Spánverjinn David Pisonero hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Ísraels í handknattleik. Hans bíður það vandasama hlutverk að stýra landsliðinu í undankeppni EM 2026 sem hefst í byrjun nóvember. Ísrael er með Pólland, Portúgal og Rúmeníu í riðli undakeppninnar. Pisonero er og verður áfram þjálfari hjá Valladolid í heimalandi sínu, Spáni, samhliða starfinu með ísraelska karlalandsliðið.
- Auglýsing -