- Auglýsing -
- Norska handknattleikskonan Amanda Kurtovic hefur samið við tyrkneska meistaraliðið Kastamonu Belediyesi Gsk um að leika með því út þetta keppnistímabil. Kurtovic er samningsbundin ungverska stórliðinu Györi en hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum.
- Kurtovic fékk á dögunum heimild til þess að fara á lánssamning hjá liði sem ekki væri í Meistaradeild Evrópu og nú virðist það hafa tekist. Þjálfari tyrkneska liðsins er Helle Thomsen sem m.a. hefur þjálfað landslið Svíþjóðar og Hollands. Thomsen tók við tyrkneska liðinu í sumar.
- Króatíski landsliðsmaðurinn Sime Ivic hefur ákveðið að yfirgefa Erlangen við lok leiktíðar og ganga til liðs við Leipzig. Ivic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leipzig.
- Erlangen hefur á móti krækt í Christoph Steinert frá SC Magdeburg. Steinert færir sig um set næsta sumar og hefur samþykkt þriggja ára samning við Erlangen.
- Auglýsing -