- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Frítími, Vilhjálmur, Færeyingar, Berge, Saugstrup, í startholum, Dujshebaev

Frá upphitun fyrir leikinn við Austurríki í Linz í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik verða með lyftingaæfingu snemma dags í dag í Linz í Austurríki. Eftir það fá þeir frjálsan dag. Það staðfesti Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari við handbolta.is í gærkvöld. „Þeir fá ekki margar frjálsar stundir á næstu dögum,“ sagði Snorri Steinn sem reiknar með að landsliðið haldi frá Linz snemma á morgun. Stefnt er á að koma til München um hádegið. 
  • Vilhjálmur Halldórsson þjálfari  5. flokks karla og 4. flokks kvenna hjá Stjörnunni var valinn annar tveggja þjálfara ársins á uppskeruhátíð Garðabæjar á sunnudaginn. 
  • Færeyska landsliðið í handknattleik fer frá Færeyjum í dag áleiðis til Berlínar þar sem það tekur þátt í Evrópumóti í fyrsta sinn í sögunni. Upphafsleikur Færeyinga á EM verður á fimmtudaginn gegn Slóvenum í Mercedes Benz Arena í Berlín. Flautað verður til leiks klukkan 17. Þúsundir Færeyinga eru væntanlegar til að styðja við bakið á landsliðinu á þessu sögulega móti í færeyskri íþróttasögu. 
  • Fullt var út úr dyrum í BankNordik í Þórshöfn í gær þegar landsliðsmenn hittu eldri jafnt sem yngri stuðningsmenn áður haldið var til Berlínar. Skrifað var á plaköt og leikmenn voru myndaðir í bak og fyrir.
  • Christian Berge þjálfari norska meistaraliðsins Kolstad hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun liðsins. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027. Berge tók við þjálfun Kolstad sumarið 2022 þegar hann var leystur undan samningi um þjálfun norska karlalandsliðsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með Kolstad og þá eru uppi óstaðfestar fregnir um að Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals gangi til liðs við félagið í sumar. 
  • Danski landsliðsmaðurinn Magnus Saugstrup var valinn leikmaður desembermánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik í vali sem heimasíða deildarkeppninnar stóð fyrir. Saugstrup er samherji Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Janusar Daða Smárasonar og Ómars Inga Magnússonar hjá SC Magdeburg. 
  • Lukas Zerbe og Tim Nothdurft eiga að búa sig undir að verða kallaðir inn í þýska landsliðið fyrir fyrsta leik vegna meiðsla Patrick Groetzki og Rune Dahmke. Víst er að Groetzki leikur ekki með þýska landsliðinu á EM eins og handbolti.is sagði frá á laugardaginn. 
  • Tíu ár voru liðin í gær síðan Talant Dujshebaev var ráðinn þjálfari pólska meistaraliðsins Kielce. Undir hans stjórn hefur Kielce unnið 431 leik, gert 15 jafntefli og tapaði 61.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -