- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gauti, Örn, engar „selfie“, Nielsen, Hansen, Truchanovičius

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur verið valinn í landslið Finnlands en liðið kemur saman til æfinga og keppni frá og með 30. október. Gauti hefur átt sæti í finnska landsliðinu í nærri því ár og hefur á þeim tíma tekið þátt í sex leikjum og skorað 16 mörk. 
  • Fyrir dyrum standa tveir leikir hjá finnska landsliðinu 2. og 4. nóvember í forkeppni heimsmeistaramótsins 2025. Andstæðingur finnska landsliðsins verður breska landsliðið. Fyrri leikurinn fer fram í Motherwell í Skotlandi en sá síðari í Karis í Finnlandi eftir því sem fram kemur á heimasíðu Fram
  • Örn Vésteinsson Östenberg hafði sig lítt í frammi þegar lið hans, VfL Lübeck-Schwartau, lagði Eulen Ludwigshafen, 31:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Örn skoraði ekki mark í leik og átti í raun heldur ekkert markskot til þess. VfL Lübeck-Schwartau er í níunda sæti af 18 liðum með átta stig eftir sjö leiki en viðureignin markaði lok sjöundu umferðar deildarinnar. 
  • Leikmönnum norska landsliðsins mega ekki taka „selfie“-myndir með áhorfendum né gefa eiginhandaráritanir meðan þeir taka þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem hefst 29. nóvember. Tilmælin eru sett til að forðast smit og draga úr hættu að leikmenn veikist og verði af kappleikjum eða að upp komi veikindi innan hópsins meðan mótið stendur yfir. Norska landsliðið á heimsmeistaratitil að verja á mótinu. 
  • Einn besti markvörður í evrópskum handknattleik undanfarin ár, Daninn Emil Nielsen, hlaut loksins náð fyrir augum Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfar í gær þegar sá síðarnefndi valdi landsliðshóp sinn vegna þátttöku heimsmeistara Dana í fjögurra liða móti frá 2. til 5. nóvember. Nielsen, sem er annar markvörður Barcelona, hefur staðið í skugganum af Kevin Møller markverðir Flensburg fram til þessa. Niklas Landin heldur svo sannarlega stöðu sinni og er hinn markvörður í danska hópnum. 
  • Mikkel Hansen kemur inn einnig inn í danska landsliðið að þessu sinni í fyrsta sinn frá því á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Hansen er kominn á fulla ferð á nýjan leik eftir hálfs árs hlé vegna veikinda. Óhætt er að segja að valinn maður sé í hverju rúmi í danska landsliðinu sem valið var í gær og sjá má hér. Það er jafnvel sterkara á pappírunum en liðið sem varð heimsmeistari í lok janúar.
  • Litáíska stórskyttan Jonas Truchanovičius leikur ekki meira með Stuttgart á þessu tímabili. Hann sleit krossband á dögunum. Truchanovičius kom til Stuttgart í sumar frá HC Motor Zaporizhzhia.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -