- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gensheimer, Skogrand, Agarie, Sipos, Moraes

Uwe Gensheimer kominn í marktækifæri í sínum 199. landsleik á laugardaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Uwe Gensheimer fyrirliði þýska landsliðsins lék í nótt sinn 200. landsleik þegar Þýskaland mætti Argentínu í annarri umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn verður Gensheimer lítt eftirminnilegur því hann skoraði ekki mark og fékk rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð annars markvarðar argentínska liðsins úr vítakasti. Þýska liðið vann leikinn örugglega, 33:25.
  • Stine Skogrand lék sinn 100. landsleik fyrir Noreg í gær þegar norska landsliðið vann Suður Kóreu, 39:27, í upphafsleik sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Skogrand skoraði fjögur mörk í leiknum.
  • Einn besti leikmaður japanska landsliðsins, Yuto Agarie, meiddist þremur dögum fyrir fyrsta leika á Ólympíuleikunum. Agarie er leikstjórnandi og var einn besti ef ekki besti leikmaður liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Egyptalandi í janúar. Óvíst er hvort Agarie verður eitthvað með á Ólympíuleikunum. 
  • Veszprém hefur keypt ungverska landsliðsmanninn Adrian Sipos frá Tatabanya og gert við hann þriggja ára samning. Sipos, sem er 31 árs gamall, á að fylla skarð Brasilíumannsins Rogerio Moraes sem óvænt óskaði eftir að verða leystur undan samningi hjá Veszprém á dögunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -