- Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel hefur framlengt samning sinn við deildar-, og bikarmeistara GOG til ársins 2024. Gidsel hefur leikið afar vel með GOG á leiktíðininni auk þess sem hann sló í gegn með heimsmeisturum Dana á HM í Egyptalandi í janúar.
- Didier Dinart fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik karla er að taka við þjálfun Espérance Sportive de Tunis eftir því sem greint var frá samkvæmt heimildum í gær. Espérance Sportive de Tunis er fremsta félagslið Túnis um þessar mundir. Dinart mun gera tveggja og hálfs árs samning við félagið.
- Greint var frá því í gær að Jonas Tidemand, línumaður Skjern, yfirgefi félagið við lok leiktíðar. TV2 í Danmörku hefur heimildir fyrir að Tidemand, sem er 26 ára gamall, hafi samþykkt að leika með Sporting í Portúgal næstu tvö árin.
- Króatinn Jakov Gujon sem nú leikur með Füchse Berlin gengur að öllum líkindum til liðs við RK Zagreb í heimalandi sínu í sumar. Hann staðfesti í gær að hann ætti í viðræðum við Zagreb-liðið.
- Auglýsing -