- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Guðni, Ómar Ingi, Guðmundur, Viktor, Haukur, Díana Dögg, Gottfridsson

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, fylgist með landsleiknum á Ásvöllum í gær. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
  • Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson lét sig ekki vanta á Ásvelli í gær á landsleik Íslands og Austurríkis í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Eins og vant er á kappleikjum hér á landi þá sat forsetinn á meðal almennings. Virtist hann spenntur fyrir viðureigninni eins myndin hér að ofan bendir til.
  • Ómar Ingi Magnússon fékk afhenta viðurkenningu fyrir landsleikinn í gær fyrir að hafa orðið markakóngur Evrópumótsins í janúar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, afhenti Ómari Inga forláta bolta af þessu tilefni. Ómar Ingi var fyrsti Íslendingurinn í 20 ár til þess að vera markakóngur á EM. Ólafur Stefánsson náði þessum árangri á EM í Svíþjóð 2002.
Ómar Ingi tekur við viðurkenningu sinni frá Guðmundi formanni HSÍ. Mynd/J.L.Long
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, var í úrvalsliði EM 2022. Guðmundur formaður sá einnig um að afhenda Viktori Gísla viðurkenninguna áður en frönsku bræðurnir, Karim og Raouf Gamsi, flautuðu til leiks. Báðar viðurkenningar voru frá EHF, Handknattleikssambandi Evrópu.
Viktor Gísli og Guðmunur formaður rifjuðu upp gamla góða knúsið. Mynd/J.L.Long
  • Haukur Þrastarson lék í gær sinn fyrsta landsleik í rúm tvö ár. Hann kom inn í hópinn fyrir leikinn eftir að hafa verið utan leikmannahópsins í Bregenz á miðvikudaginn. Síðasti landsleikur Hauks á undan var gegn Svíum á EM í lok janúar 2020. Leikurinn í gær var hans 21. fyrir A-landsliðið. Fyrsti landsleikurinn var í Björgvin í Noregi í apríl 2018.
Haukur stóð í ströngu í sínum fyrsta landsleik í rúm tvö ár. Mynd/J.L.Long
  • Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau fengu slæman skell á útivelli í gær í heimsókn til HL Buchholz 08-Rosengarten í uppgjöri tveggja neðstu liða þýsku 1. deildarinnar. HL Buchholz 08-Rosengarten vann með 11 marka mun, 32:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. Díana Dögg skoraði tvö mörk í leiknum.
  • Þrátt fyrir sigurinn er HL Buchholz 08-Rosengarten enn í neðsta sæti en hefur nú átta stig eftir 20 leiki, er stigi á eftir BSV Sachsen Zwickau sem á leik til góða. Alls á BSV Sachsen Zwickau eftir sjö leiki í deildinni.
  • Jim Gottfridsson hefur verið valinn handknattleikskarl ársins í Svíþjóð í annað sinn á ferlinum. Gottfridsson hefur farið á kostum síðustu misseri, jafnt með Flensborg og sænska landsliðinu. Hann hreppti einnig hnossið fyrir fjórum árum.
  • Heimsmeistarar Dana í handknattleik karla tóku Evrópumeistara Svía í kennslustund í handknattleik í vináttulandsleik í Malmö í gær, 31:23.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -