- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hansen, Gidsel, leikið víða, Kretschmer rekinn

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Í nýrri heimildarmynd um feril danska handknattleiksmannsins Mikkel Hansen sem sýnd var í danska sjónvarpinu í gær kom fram að Hansen var mjög alvarlega veikur af þunglyndi fyrri hluta ársins 2023. Eins og margir e.t.v. muna tók Hansen sér langt frí frá handknattleik eftir HM 2023 og dró sig út úr sviðsljósinu svo mánuðum skipti. Meðan vann hann að að bata ásamt læknum og fjölskyldu sinni.
  • Hálfu ári áður en Hansen veiktist fékk hann blóðtappa í annað lunga og var lengi frá keppni. Hansen lagði keppnisskóna á hilluna í sumar en hann er þekktasti og dáðasti handknattleiksmaður Dana á síðari árum. Saga Hansens er áminning um að huga að andlegri ekki síður en líkamlegri heilsu.
  • Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel gerði góðverk í fyrrakvöld eftir að viðureign Füchse Berlin og Göppingen. Í leikslok gekk Gidsel til 14 ára brasilísks pilts sem var á meðal áhorfenda og gaf honum keppnistreyju sína. Alla jafna gefa leikmenn Füchse Berlin ekki keppnistreyjur sínar en gerð var undantekning vegna piltsins sem var kominn alla leið frá Brasilíu til þess að fylgjast með Gidsel og félögum. Pilturinn sem heitir Vitor sagði Gidsel vera fyrmynd sína og átrúnaðargoð þegar kemur að íþróttum
  • Leikið verður í efstu deildum handknattleiks í Svíþjóð og Þýskalandi á milli jóla og nýárs, jafnt í deildum karla sem kvenna. Einnig verða undanúrslitaleikir dönsku bikarkeppninnar í kvennaflokki á milli hátíðanna. Bikarmeistarar verða krýndir í Noregi sunnudaginn 29. desember, bæði í kvenna- og karlaflokki. Íslendingaliðið Kolstad leikur til úrslita í karlaflokki gegn Elverum.
  • Þýska 2. deildarliðið TV Großwallstadt hefur leyst handknattleiksmanninn Nils Kretschmer undan samningi. Kretschmer féll á lyfjaprófi snemma í desember. Ekki hefur komið fram hvaða ólöglegu efni Kretschmer notaði. Félagið hefur ekki gefið það upp og segist ekki ætla að gera það. Kretschmer kom til félagsins í sumar frá Elbflorenz í Dreseden og er hann einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar. Kretschmer, sem er 31 árs, hefur verið afar aðsópsmikill á samfélagsmiðlum og er m.a. með á fimmta hundrað þúsund fylgjendur á Instagram.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -