- Auglýsing -
- Mikkel Hansen og Niklas Landin eru báðir reiðbúnir að leika með danska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Egyptum í 8-liða úrslitum heimsmeistarmótsins í handknattleik. Hansen hefur verið í vandræðum vegna magakveisu undanfarna daga en Landin aumur í öðru hnénu. Nikolaj Jacobsen, landsliðþjálfari Dana, sagði í gær að ekkert væri því til fyrirstöðu að þeir félagar taki þátt í leiknum mikilvæga.
- Sænski landsliðsmaðurinn Alfred Jönsson yfirgefur Hannover-Burgdorf í sumar og gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Skjern.
- Annar sænskur landsliðsmaður, Linus Persson, er farinn heim af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi vegna meiðsla. Svíar leika við Katarbúa í 8-liða úrslitum á HM í kvöld.
- Skarð verður fyrir skildi í landsliði Katar í leiknum við Svía. Markvörðurinn þrautreyndi, Danijel Šaric, er meiddur á öxl og tekur ekki þátt.
- Auglýsing -